Fleiri fréttir

Breytingar hjá Yggdrasil

Fjárfestingarsjóðurinn Arev N1 hefur keypt helmingshlut í fyrirtækinu Yggdrasil og er fyrirtækið þar með alfarið í eigu Arev N1. Í kjölfar breytinga á eignarhaldi hefur Dina Akhmetzhanova verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Hlaup, dans og skrif

„Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum.

Bankahólfið: Buffet-aðferðin

Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafnafólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hlutabréfaviðskiptum síðustu misserin.

Tími hagræðingar runninn upp

„Fólk er að spyrja meira um sparneytnari bíla nú en áður,“ segir Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands. Bílaland er sameinað fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á notuðum bílum frá Ingvari Helgasyni og B&L. Fyrirtækið tekur til starfa á morgun.

Þrengingar verða á vinnumarkaði í haust

Háskólar landsins eru nú í óða önn að fara að útskrifa nemendur sína. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Þrengingar á vinnumarkaði hafa mikið verið í umræðunni síðustu mánuði og má búast við að þær komi enn betur í ljós nú á haustmánuðum.

Gjaldeyrismál 15 ára – nú á vefnum

Tímaritið Gjaldeyrismál hefur verið gefið út frá 1993 og frá og með 3. júní verður allt gagnasafn blaðsins aðgengilegt á vefsíðu Aska Capital.

Kópavogsbær tekur 4 milljarða króna lán í evrum

Kópavogsbær hefur tekið 35.000.000 evrur að láni hjá Stokkhólmsútibúi hins franska Dexia Bank. Það samsvarar liðlega fjórum milljörðum íslenskra króna. Umsjón með lántökunni hafði Askar Capital.

Sverrir Kristinsson í lok dag

Sverrir Kristinsson var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags hér á Vísi. Ræddu þeir m.a um stöðun á húsnæðismarkaðnum í dag.

Icelandair fellur mest í Kauphöllinni

Gengi Icelandair Group hefur fallið um 6,59% það sem af er degi og stendur hluturinn í 19,15. Viðskipti með bréf í fyrirtækinu á sama tíma hafa numið tæpum 59 milljónum.

Kauphöllinn lokar á hefðbundnum tíma þrátt fyrir bilun

Þrátt fyrir tæknilegar truflanir í morgun á OMX Nordic Exchange Iceland mun viðskiptadagurinn ekki verða framlengdur. Markaðirnir loka á hefðbundnum tíma í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.

Jón Helgi ræddi birgjamálið og samskiptin við Baug

Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik var í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Þar ræddu þeir Sindri Sindrason um Norvik, efnahagsástandið og framtíð fyrirtækisins hér á landi og erlendis. Sindri spurði Jón Helga einnig út í samkepnina hér á landi en hans fyrirtæki keppa við fyrirtæki í eigu Baugs á mörgum sviðum.

Viðskipti hafin eftir seinkun

Vegna tæknilegra truflana seinkaði opnun markaða í Kauphöll Íslands í morgun sem opnuðu ekki fyrir en kl. 12:30. Við opnunina hafði gengisvísitalan hækkað um 1,19 prósent og stendur hún í 152,87. Krónan veiktist lítillega.

Opnun kauphallarinnar tefst til 12.30

Vegna tæknilegra truflana verður frekari seinkun á opnun markaða á OMX Nordic Exchange Iceland. Nú er áætlað að markaðir opni kl. 12:30.

Jón Helgi ræðir samkeppnina við Baug

Samkeppnin við Baug og staða timburgeirans í Eystrasaltslöndunum er meðal þess sem ber á góma í hádegisviðtali Markaðarins í dag þegar Sindri Sindrason tekur hús á Jóni Helga Guðmundssyni forstjóra Norvikur.

Viðsnúningur á miklum halla á utanríkisviðskiptunum

Eftir geysimikinn halla á utanríkisviðskiptum undanfarin ár er nú tekið að rofa heldur til í þeim efnum. Álútflutningur hefur stóraukist á síðustu mánuðum, en álver Alcoa á Reyðarfirði náði fullri afkastagetu um miðjan apríl. Ennfremur hefur álverð haldist hátt undanfarið og er útlit fyrir að svo verði áfram á komandi misserum.

Auðkennalaus viðskipti í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands hætti að birta auðkenni með hlutabréfaviðskipti frá og með deginum í dag. Þetta eru umtalsverðar breytingar en hafa verið viðhafðar í nokkur ár hjá stærstu kauphöllunum erlendis.

Verslunum lokað vegna samdráttar

HP Farsímalagerinn ehf. sem rekur verslanir Hans Petersen og Farsímalagersins hefur lokað eða sameinað fjórum af verslunum sínum undanfarnar vikur.

Fjármálafyrirtækin lækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Glitni, Straumi, Landsbankanum Existu og Bakkavör lækkaði um rúmt prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum mörkuðum.

Exista eykur hlutaféð

Stjórn Existu hefur hækkað hlutafé félagsins um rúma 2,8 milljarða hluta. Þetta er gert í tengslum við kaup fyrirtæksins á Skiptum. Stefnt er að því að hlutirnir verði teknir til viðskipta á morgun en af því gæti þó orðið síðar, að því er segir í tilkynningu frá Existu.

Sjá næstu 50 fréttir