Fleiri fréttir

FL Group af markaði - 12 milljarða hlutur í Glitni sem beita

FL Group verður tekið af markaði. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í dag eftir því sem heimildir Vísis herma. Vísir greindi fyrst frá því 17. mars að stjórn félagsins hygðist leggja til að félagið yrði tekið af markaði.

Sameining Byrs og Glitnis ekki inni í myndinni

„Það hefur ekkert verið skoðað, fyrirtækið stendur vel eins og er,“ sagði Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs, þegar blaðamaður innti hann eftir því hvort til tals hefði komið að sameina Byr og Glitni

20 sagt upp hjá Símanum

Um tuttugu starfsmönnum Símans var sagt upp störfum í gær. Nokkrum var þó boðin önnur störf innan fyrirtækisins.

Atvinnuleysið 7,1% á evrusvæðinu

Atvinnuleysi á evrusvæðinu í mars nam 7,1% og var óbreytt á milli mánaða samkvæmt því sem Vegvísir Landsbankans hefur eftir Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.

Bakkavör lækkaði um 15% á tveimur dögum

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,53% í dag. Bakkavör lækkaði um 6,68%, Eimskipafélagið lækkaði um 2,26%, Foroyja Banki um 2,00%, Exista um 1,80% og SPRON um 1,78%.

Frumkvæðið kom frá Kaupþingi

Frumkvæði að sameiningaviðræðum Kaupþings og SPRON er algjörlega Kaupþings, segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.

Viðræður um sameiningu Kaupþings og SPRON

Kaupþing banki og SPRON hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Gert er ráð fyrir að viðræðunum verði lokið áum 4 vikum.

Kaupþing hagnaðist um 19 milljarða

Hagnaður Kaupþings eftir skatta nam 18,7 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Hagnaðurinn var 20,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut var 26,1 krónur, samanborið við 27,4 krónur á sama tímabili í fyrra.

Hekla lækkar verð á bílum um allt að 17 prósent

Bifreiðaumboðið HEKLA lækkar verð á nýjum bílum um allt að 17 prósent í kjölfar betri samninga við framleiðendur. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lækkunin taki strax gildi og þar með sé að talsverðu leyti gengin til baka sú hækkun sem orðið hefur á nýjum bílum hjá fyrirtækinu frá áramótum. Forsvarsmenn atvinnulífsins og launþega voru viðstaddir í dag þegar tilkynnt var um lækkunina.

Icelandair stofnar nýja ferðaskrifstofu

Icelandair Group hefur ákveðið að stofna nýja ferðaskrifstofu fyrir íslenska markaðinn sem leggja mun áherslu á á sumar- og vetrarleyfisferðir Íslendinga og móttöku erlendra ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42%

Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42% frá því í morgun. Bakkavör Group hf. hefur lækkað um 4,42%, Exista hf. hefur lækkað um 2,78 og hið færeyska Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,75%.

Tilgangslausustu græjurnar

Íslendingar kaupa gjarnan tilgangslausar græjur, ef marka má nýja könnun sem gerð var í Bretlandi.

FL fækkar starfsfólki

Fimm var sagt upp hjá FL Group í gær og hefur starfsmönnum félagsins því verið fækkað úr 37 í 26 frá áramótum.

Dagatalið sparar atvinnurekendum 2,4 milljarða kr.

Á morgun er tvöfaldur frídagur hjá vinnandí fólki, það er uppstigningardagur og 1. maí falla á sama dag. Auðveldlega má reikna út að dagatalið spari atvinnurekendum með þessu um 2,4 milljarða kr.

Grænn morgun í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni hófst á jákvæðum nótum í morgun. Úrvalsvísitalan hækkaði um rétt rúmlega prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 5.269 stigum.

Spurt hvort Bakkavör átti að gefa afkomuviðvörun

Greining Kaupþings veltir upp þeirri spurningu í Hálf fimm fréttum sínum í gær hvort Bakkavör hefði ekki átt að gefa frá sér afkomuviðvörun í aðdraganda uppgjörs síns fyrir fyrsta ársfjórðung.

Kaupa helmingshlut í SecurStore

Bjarni Ármannsson og Örn Gunnarsson hafa til jafns keypt helmingshlut í tölvufyrirtækinu Secur­Store á Akranesi. Kaupverð er ekki gefið upp, en áætluð velta SecurStore á þessu ári nemur 200 milljónum króna.

Tapa tveimur milljörðum

Bakkavör Group tapaði 12,8 milljónum punda (tæpum 1,9 milljörðum króna) á fyrsta ársfjórðungi 2008. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 9,9 milljónum punda.

Exista tapar fimm milljörðum

Bókfært tap hluthafa fjármálaþjónustufyrirtækisins Existu á fyrsta ársfjórðungi nemur 43,8 milljónum evra, eða tæplega 5,1 milljarði króna miðað við gengi evru í gær. Félagið birti uppgjör sitt eftir lokun markaða í gær.

Virði fólks mælt í bílum

Í Salnum í Kópavogi var nýverið frumsýndur einleikurinn „Hvers virði er ég?“ eftir Bjarna Hauk Þórsson. Vala Georgsdóttir tók Bjarna tali en honum er sem fyrr leikstýrt af Spaugstofumanninum Sigurði Sigurjónssyni.

Tökum þetta bara viku fyrir viku

Markið var sett hátt með ýmsum byggingaframkvæmdum í jöðrum höfuðborgarsvæðisins og ný hverfi skipulögð. Hins vegar hefur verulega hægt á og mörg dæmi um að lóðum hafi verið skilað.

Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé

Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara.

Bankahólfið: Baldur flottur á því

Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu.

SecurStore stefnir á stóraukinn vöxt í útlöndum

Með aðkomu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar að Tölvuþjónustunni SecurStore sækir fyrirtækið byr til enn frekari vaxtar og útrásar. Þeir félagar hafa keypt helmingshlut í fyrirtækinu.

Vinna hafin að innleiðingu evrunnar

Fulltrúar Seðlabanka Finnlands funduðu með bönkum hér í apríl. Þeir undirbúa að annast uppgjör evruhlutabréfa. Viðskipti með evruhlutabréf hefjast líklega í haust.

Gengi bréfa í Bakkavör lækkuðu verulega í dag

Kjartan Freyr Jónsson, hjá SPRON verðbréfum, var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags og ræddi uppgjör Bakkavarar, Skipta og fleiri fyrirtækja. Gengi hlutabréfa í Bakkavör lækkaði verulega eftir að uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung var kynnt í dag.

Margföld verðbólga á Íslandi

Verðbólga hér á landi var ríflega tvöföld á við önnur ríki í OECD og Evrópusambandinu í marsmánuði. Tólf mánaða verðbólga hér á landi var 8,7% í mars, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær.

Exista tapaði fimm milljörðum á fyrsta ársfjórðungi

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista tapaði um fimm milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt tilkynningu sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Þá er miðað við gengi dagsins í dag.

Icelandair lækkaði um 4,13%

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,33% í dag. Bakkavör Group lækkaði mest, eða um 8,11%. Icelandair Group lækkaði um 4,13%. Landsbanki Íslands lækkaði um 3,23% og SPRON lækkaði um 2,50%.

Verðskrá Vodafone hækkar

Verð á þjónustu Vodafone, að frátöldu verði á Vodafone Frelsi, hækkar um 4,4% þann 1. júní næstkomandi samvæmt ákvörðun framkvæmdarstjórnar félagsins.

Rauður morgun í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði með nokkurri dýfu í morgun. Úrvalsvísitalan féll um rúmt prósent í fyrstu viðskiptum og stendur í 5.242 stigum.

Össur skilaði ágætu uppgjöri

Össur skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður nam 6,7 milljónum dollara eða tæplega 500 milljónum króna.

Kaupa kökugerð í Hong Kong og ítalska pizzugerð

Bakkavör tilkynnti í dag um kaup á tveimur fyrirtækjum, köku- og brauðframleiðandann La Rose Niore frá Hong Kong og ítalska pizzugerðinni Italpizza. Kaupverðið er trúnaðarmál í báðum tilfellum.

Novator Properties tekur til starfa

Fasteignafélagið Novator Properties hefur tekið til starfa en félagið fjárfestir í hefðbundnum fasteignum sem og fasteignaþróunarverkefnum. Félagið er að 70% hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Tæp 30% eru í eigu innlendra og erlendra fjárfesta.

Alfesca kaupir D&F

Alfesca hefur gengið frá kaupum á ítalska matvælabirgjanum D&F af stofnendum fyrirtækisins. D&F er leiðandi birgir og dreifingaraðili matvæla á ítalska matvörumarkaðnum og hefur fram að þessu verið helsti dreifingaraðili fyrir vörur Alfesca á Ítalíu.

Straumur hækkaði um 3,06%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í dag. Straumur hækkaði mest, eða um 3,06%. SPRON hækkaði um 1,96% og Atlantic Petroleum hækkaði um 1,88%.

Sjá næstu 50 fréttir