Viðskipti innlent

Kaupþing hagnaðist um 19 milljarða

Stjórnendur Kaupþings.
Stjórnendur Kaupþings.
Hagnaður Kaupþings eftir skatta nam 18,7 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Hagnaðurinn var 20,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut var 26,1 krónur, samanborið við 27,4 krónur á sama tímabili í fyrra.

„Þetta er vel viðunandi uppgjör í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Uppgjörið sýnir getu bankans til að bregðast hratt við breyttum markaðsaðstæðum. Rekstrarkostnaður lækkar verulega á milli ársfjórðunga og sú þróun mun halda áfram, " segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×