Viðskipti innlent

Tapa tveimur milljörðum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ágúst Guðmundsson forstjóri Bakkavarar Group
Ágúst Guðmundsson forstjóri Bakkavarar Group
Bakkavör Group tapaði 12,8 milljónum punda (tæpum 1,9 milljörðum króna) á fyrsta ársfjórðungi 2008. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 9,9 milljónum punda.

Greining Glitis segir að tap fyrirtækisins megi rekja til 15,8 milljóna punda gjaldfærslu vegna virðisbreytingar á skiptasamningi um hluti í írska matvælafyrirtækinu Greencore Group. „Eignarhlutur Bakkavarar í Greencore nemur 10,9 prósentum en hlutabréf í írska félaginu hafa lækkað um 19,5 prósent frá áramótum," segir Glitnir og kveður gjaldfærsluna hafa komið nokkuð á óvart.

Í greiningunni kemur fram að uppgjörið beri þess nokkur merki að fyrirtækið hafi staðið í ströngu á fjórðungnum, auk þess sem aðstæður hafi verið erfiðar, með auknum hráefniskostnaði og hækkandi orkuverði.

Þá hafi Bakkavör keypti þrjú matvælafyrirtæki á tímabilinu, bandaríska félagið Two chefs on a roll, kínverska ávaxta- og grænmetisframleiðandann Yantai Longshun og matvæla- og drykkjarvöruframleiðandinn Gastro Primo í Hong Kong við. Þá kynnti fyrirtækið kaup á ítalska fyrirtækinu Italpizza þegar fjórðungsuppgjörið var kynnt. Velta Italpizza nam 4,9 milljörðum króna í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×