Hekla lækkar verð á bílum um allt að 17 prósent 30. apríl 2008 13:27 Bifreiðaumboðið HEKLA lækkar verð á nýjum bílum um allt að 17 prósent í kjölfar betri samninga við framleiðendur. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lækkunin taki strax gildi og þar með sé að talsverðu leyti gengin til baka sú hækkun sem orðið hefur á nýjum bílum hjá fyrirtækinu frá áramótum. Forsvarsmenn atvinnulífsins og launþega voru viðstaddir í dag þegar tilkynnt var um lækkunina. „Við sóttum fast að okkar framleiðendum um að fá betra verð í ljósi aðstæðna og erum í dag að lækka verðskrá okkar umtalsvert. Við teljum að með þessu séum við að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn verðbólgu," segir Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU. „Verðbólgan er okkar helsti óvinur og atvinnulífið hefur mikið um það að segja hvernig þau mál þróast."„Hækkun á bílum undanfarna mánuði er einn af þeim þáttum sem hafa leitt til hækkunar á vísitölunni og þar með aukinnar verðbólgu," segir Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri bílasviðs HEKLU. „Krónan hefur veikst hratt frá áramótum og við urðum jafnt og þétt að hækka verð á okkar bílum, þó hækkanir hafi ekki verið jafn miklar og gengislækkunin. Strax í byrjun árs hófum við jafnframt samningaviðræður við okkar framleiðendur um hvernig væri hægt að bregðast við þessu ástandi. Niðurstaðan er sú að Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi, ásamt KIA, samþykktu að koma til móts við okkur. Því getum við nú kynnt mikla verðlækkun á nýjum bílum, eða allt að 17%, sem tekur gildi strax í dag." Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist fagna því þegar fyrirtæki eins og HEKLA sýna ábyrgð og vilja til að taka þátt í slagnum við verðbólguna. „Við erum að sjá öll einkenni óðaverðbólgu hér á landi og því verðum við að bretta upp ermar og taka á málinu í sameiningu." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur í sama streng. „Þetta framlag HEKLU skiptir miklu máli við núverandi aðstæður, því miklu skiptir að verðbólgan hjaðni hratt. Óskandi væri að fleiri innflutningsfyrirtæki gætu náð sama árangri í samningum við sína birgja og ætti árangur HEKLU að geta orðið þeim hvatning. Lágt gengi krónunnar um þessar mundir skapar allt aðrar aðstæður á markaði en verið hafa, eftirspurnin breytist og ekki er sjálfgefið að unnt verði að velta hærra innkaupsverði út í verðlagið." Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Bifreiðaumboðið HEKLA lækkar verð á nýjum bílum um allt að 17 prósent í kjölfar betri samninga við framleiðendur. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lækkunin taki strax gildi og þar með sé að talsverðu leyti gengin til baka sú hækkun sem orðið hefur á nýjum bílum hjá fyrirtækinu frá áramótum. Forsvarsmenn atvinnulífsins og launþega voru viðstaddir í dag þegar tilkynnt var um lækkunina. „Við sóttum fast að okkar framleiðendum um að fá betra verð í ljósi aðstæðna og erum í dag að lækka verðskrá okkar umtalsvert. Við teljum að með þessu séum við að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn verðbólgu," segir Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU. „Verðbólgan er okkar helsti óvinur og atvinnulífið hefur mikið um það að segja hvernig þau mál þróast."„Hækkun á bílum undanfarna mánuði er einn af þeim þáttum sem hafa leitt til hækkunar á vísitölunni og þar með aukinnar verðbólgu," segir Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri bílasviðs HEKLU. „Krónan hefur veikst hratt frá áramótum og við urðum jafnt og þétt að hækka verð á okkar bílum, þó hækkanir hafi ekki verið jafn miklar og gengislækkunin. Strax í byrjun árs hófum við jafnframt samningaviðræður við okkar framleiðendur um hvernig væri hægt að bregðast við þessu ástandi. Niðurstaðan er sú að Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi, ásamt KIA, samþykktu að koma til móts við okkur. Því getum við nú kynnt mikla verðlækkun á nýjum bílum, eða allt að 17%, sem tekur gildi strax í dag." Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist fagna því þegar fyrirtæki eins og HEKLA sýna ábyrgð og vilja til að taka þátt í slagnum við verðbólguna. „Við erum að sjá öll einkenni óðaverðbólgu hér á landi og því verðum við að bretta upp ermar og taka á málinu í sameiningu." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur í sama streng. „Þetta framlag HEKLU skiptir miklu máli við núverandi aðstæður, því miklu skiptir að verðbólgan hjaðni hratt. Óskandi væri að fleiri innflutningsfyrirtæki gætu náð sama árangri í samningum við sína birgja og ætti árangur HEKLU að geta orðið þeim hvatning. Lágt gengi krónunnar um þessar mundir skapar allt aðrar aðstæður á markaði en verið hafa, eftirspurnin breytist og ekki er sjálfgefið að unnt verði að velta hærra innkaupsverði út í verðlagið."
Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira