Viðskipti innlent

Frumkvæðið kom frá Kaupþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Hauksson er forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson er forstjóri SPRON.

Frumkvæði að sameiningaviðræðum Kaupþings og SPRON er algjörlega Kaupþings, segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Hann segir aðdragandann ekki hafa verið langan. „Það var stjórnarfundur í SPRON í dag og inn á fundinn barst bréf frá Kaupþingi þar sem að þeir óska eftir því að hafnar verði viðræður," segir Guðmundur í samtali við Vísi.

Hann segir of snemmt að segja til um hvaða ávinning SPRON gæti haft af sameiningunni vegna þess að ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti sameiningin gæti orðið. „Við lítum á þetta sem fyrirspurn og vitum ekki hvað úr þessu kemur," segir Guðmundur.

Guðmundur segist telja að sameiningaviðræður Kaupþings og SPROIN séu skref í þróun á fjármálamarkaði. Miklar breytingar hafi verið á íslenska markaðnum síðastliðin fimmtán ár og aðstæður að undanförnu hafa þrýst enn fremur á sameiningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×