Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé 30. apríl 2008 00:01 Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira