Viðskipti innlent

FL fækkar starfsfólki

Andri Ólafsson skrifar
Jón Sigurðsson forstjóri og Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður.
Jón Sigurðsson forstjóri og Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður.

Fimm var sagt upp hjá FL Group í gær samkvæmt heimildum Vísis og hefur starfsmönnum félagsins því verið fækkað úr 37 í 26 frá áramótum.

Júlíus Þorfinnsson forstöðumaður samskiptasviðs FL Group staðfestir að endurskipulagning sé í gangi hjá félaginu sem meðal annars hefur haft í för með sér að starfsfólki hafi verið fækkað úr ríflega 40 á síðasta ári í 26.

Áður hafði skrifstofum FL í Kaupmannahöfn verið lokað auk þess sem fækkað var í starfsliði skrifstofu félagsins í London.

Aðspurður hvort frekari hagræðingar sé að vænta hjá FL svaraði Júlíus að félagið væri stöðugt að leita leiða til þess að hagræða í rekstri. Menn yrðu áfram með augun opin fyrir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×