Viðskipti innlent

Tilgangslausustu græjurnar

Óli Tynes skrifar
Laser skærin áttu að hjálpa fólki við að klippa þráðbeina línu. Gallinn var sá að geislinn var í handfangi skæranna og hreyfðist auðvitað fram og aftur eins og höndin sem á þeim hélt.
Laser skærin áttu að hjálpa fólki við að klippa þráðbeina línu. Gallinn var sá að geislinn var í handfangi skæranna og hreyfðist auðvitað fram og aftur eins og höndin sem á þeim hélt.

Íslendingar kaupa gjarnan tilgangslausar græjur, ef marka má nýja könnun sem gerð var í Bretlandi.

Þar voru 4500 manns beðnir um að velja gagnlausustu græjur sem hafa verið fundnar upp. Meðal þeirra sem nefndar voru voru fótanuddtæki og Sodastream. Listinn yfir 10 tilganslausustu græjurnar fer hér á eftir.

1. Rafknúin naglaþjöl.

2. Leysistýrð skæri.

3. Rafmagnskerti.

4. Sodastream.

5. Fótanuddtæki.

6. Fondú sett.

7. Hár "vöfflujárn."

8. Eggjasjóðari.

9. Rafknúinn kusk hreinsari.

10. Rafmagns steikarhnífur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×