Viðskipti innlent

20 sagt upp hjá Símanum

Um tuttugu starfsmönnum Símans var sagt upp störfum í gær. Nokkrum var þó boðin önnur störf innan fyrirtækisins.

Að sögn Lindu Bjarkar Waage upplýsingarfulltrúa var þetta aðgerð sem beðið var með að framkvæma í nokkurn tíma en þeim sem sagt var upp komu að verkefnum þar sem draga þurfti saman seglin.

"Við finum fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og önnur fyrirtæki," segir Linda Björk. Hún segir að frekari uppsagna sé hins vegar ekki að vænta á næstunni.

Um 750 manns vinna hjá Símanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×