Fleiri fréttir

Times segir Baug safna í stríðskistuna

Breska stórblaðið the Times fjallar um breytingarnar hjá Baugi Group í stórri grein í blaðinu sem kemur út á morgun. Þar segir að með því að selja fyrirtæki á Íslandi hafi fyrirtækinu tekist að safna sér í „stríðskistu“ sem nota á til frekari útrásar á heimsvísu.

Jakob Hansen var gestur Sindra

Jakob Hansen sérfræðingur hjá SPRON Verðbréfum var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum „Í lok dags“.

SPRON hækkaði um 4,4%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkað um 0,67% í dag. SPRON hækkaði mest, eða um 4,40%. FL Group hækkaði um 3,60% og Skipti um 1,93%. Exista hf. hækkaði um 1,90% og Landsbanki Íslands um 1,47%. Føroya Banki lækkaði um 2,33%. Icelandair lækkaði um 1,02% og 365 lækkaði um 0,74%.

Straumur greiðir tæpa sex milljarða í arð

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka leggur til að greiddar verði um 5,8 milljarðar íslenskra króna, eða 50 milljón evrur, í arð til hluthafa. Þetta kemur fram í aðalfundarboði félagsins, en ráðgert er að halda fundinn þann 15 apríl næstkomandi.

Greining Glitnis spáir 10% verðbólgu

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,8% milli mars og apríl. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga aukast úr 8,7% í 10,0%.

Forstjóri Baugs í hádegisviðtali Markaðarins

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, verður í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Baugur Group hefur lokið við að endurskipuleggja eignasafn sitt á þann veg að félagið muni nú einbeita sér alfarið að fjárfestingum í smásölu.

Bland í poka á markaðinum við opnun

Úrvalsvísitalan féll um 1,74% í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Munar þar mestu um að hlutir í Kaupþingi lækkuðu um rétt rúmt prósent. Stendur vísitalan nú í 5.299 stigum.

Baugur selur fyrirtæki fyrir 65 milljarða

Baugur Group hefur lokið endurskipulagningu á eignasafni sínu á þann veg að félagið mun nú einbeita séralfarið að fjárfestingum í smásölu. Í kjölfar breytinga á stjórnendateymi og sölu fasteignasafns félagsins á síðasta ári hefur Baugur gert samkomulag um sölu á fjárfestingum sínum í fjölmiðlum, tækni og fjármálum, þ.m.t. hlut félagins í FL Group, til tveggja nýrra, sjálfstæðra félaga. Umfang þessara viðskipta eru um 65 milljarða króna.

Nærri fimmtugshækkun í Kauphöllinni frá páskum

Töluverður viðsnúningur hefur orðið á þróun hlutabréfaverðs frá páskum en samkvæmt hálffimmfréttum Kaupþings hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 18 prósent á þeim tíma. Náði vísitalan sínu lægsta gildi í um tvö og hálft ár í kringum páska.

Ingólfur Bender í lok dags

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Glitnis var í viðtali hjá Sindra Sindrasyni í lok dags. Þar fóru þeir yfir stöðu og horfur í fjármálalífinu.

SPRON hækkaði um 9%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,70% í dag. SPRON hækkaði um 9,00%,

Metvelta á gjaldeyrismarkaði í mars

Metvelta var á gjaldeyrismarkaði í marsmánuði en samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti fyrir helgi nam velta á millibankamarkaði 1.212 milljörðum kr. í mars og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði.

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði.

SPRON leiðir hækkanalest á mánudegi

Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm átta prósent í talsverðri hækkanahrinu í Kauphöll Íslands í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur hækkað á bilinu 1,4 til tæp þrjú prósent.

Debenhams komið í kapp við Baug?

Eigendur Debenhams hafa átt í leynilegum viðræðum um að taka yfir Moss Bros keðjuna sem Baugur hefur verið á höttunum eftir í nokkurn tíma.

Slapp við 900 milljóna króna tap með sölutryggingu

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, seldi félaginu bréf fyrir rúma 2.5 milljarða í dag. Í tilkynningu til Kauphallarinnar frá Eimskip segir að greiðslan sé hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu.

Versti ársfjórðungur Íslandssögunnar að baki

Íslendingar eru búnir að upplifa ömurlegasta ársfjórðung Íslandssögunnar á fjármálamörkuðum, að sögn Þórðar Jónassonar, sérfræðings hjá Askar Capital. Þórður var gestur Sindra Sindrasonar Í lok dags á Vísi.

SPRON hækkaði mest í dag

SPRON hf. hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag eða um 6,61 prósent og er gengi félagsins nú 5,00. Flaga lækkaði mest eða um 1,25 prósent.

Enginn viðskipti með bréf Icelandic Group í dag

Ellefu félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Spron hefur hækkað mest allra félaga eða um 3,62% og er gengi félagsins nú 4,86. Flaga hefur lækkað mest eða um 1,25%.

Icelandic Group skráð af markaði

Stjórn Icelandic Group hyggst leggja það til á aðalfundi félagsins þann 18. apríl að stjórninni verði heimilað að óska eftir því að félagið verið afskráð úr Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fyndni á nýjum vef

Fjárfestar og annað áhugafólk um hreyfingar á hlutabréfamarkaði hafa oftar en ekki bölvað óþjálum og ógagnsæjum vef Kauphallar Íslands. Steininn tók þó fyrst úr þegar Kauphöllin komst í eigu OMX. Núna hafa enn verið gerðar breytingar á vefnum með samruna OMX og Nasdaq og er sumt til bóta, en annað í takt við fyrri tíð, eins og gengur.

Greining Landsbankans spáir 10-13% verðbólgu

Greining Landsbankans spáir því að verðbólga fari hæst í ríflega 10% í sumar, að því gefnu að veiking krónunnar gangi að hluta til baka. Haldist krónan áfram veik má reikna með að verðbólgan fari í 13%.

Skammgóður vermir

Margir urðu til að nýta sér „kostaboð" og fylltu á tanka bíla sinna á sérkjörum sem í boði voru einn dag um miðja vikuna. Afsláttur af lítraverði náði allt að 25 krónum. Víða voru biðraðir á bensínstöðvum og truflaðist jafnvel umferð í næsta nágrenni.

Aftur morgungrænn markaður

Markaðurinn opnaði aftur í plús í morgun og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,95% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún nú í 5.306 stigum.

Icelandair Cargo hættir við kaup á fraktflugvélum

Dótturfyrirtæki Icelandair Group, Icelandair Cargo og Icelease, hafa fallið frá samningaviðræðum við Avion Aircraft Trading um leigu og kaup á fjórum Airbus A330-200 fraktflugvélum. Viljayfirlýsing um málið var gerð í maí á síðasta ári.

Markaðurinn endaði aftur í plús

Markaðurinn endaði aftur í plús í dag eftir ágætan dag í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1.37% og stendur í 5.256 stigum.

Engar fjöldauppsagnir þótt fólki fækki

Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasvið Kaupþings, segir að bankinn hafi ekki gripið til neinna fjöldauppsagna og ekki sé búist við að farið verði í svoleiðis aðgerðir.

Fyrsti áfanginn í Helguvík kostar 60-70 milljarða

Áætlað er að heildar kostnaður við fyrsta áfanga álvers Norðuráls í Helguvík verði 60-70 milljarðar íslenskra króna. Þar af er ríflega helmingur beinn erlendur kostnaður vegna kaupa á framleiðslubúnaði og tækni. Um 15% koma til vegna kaupa á byggingarefni og búnaði.

Lánshæfishofur Straums stöðugar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Staums. Lánshæfiseinkunn fjárfestingarbankans er BBB- og langtímahorfur stöðugar. Horfur Straums eru þær einu af íslensku bönkunum sem eru stöðugar, líkt og greiningardeild Glitnis bendir á.

Exista leiðir hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir