Viðskipti innlent

Sænski seðlabankinn segir ekkert samkomulag í gildi

Sænski seðlabankinn segir að ekkert samkomulag sé í gildi milli seðlabanka Norðurlandana um að bjarga bönkum úr fjárhagserfiðleikum. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni í dag.

Matthias Person framkvæmdastjóri fjármálaskrifstofu Sænska seðlabankans segir að samkomulag sé til staðar um að bankarnir deili með sér upplýsingum en það samkomulag geri ekki ráð fyrir lánamöguleikum.´

Bloomberg greinir einnig frá því að finnska blaðið Helsingin Sanomat segir í dag að bæði Sænski og Finnski seðlabankinn hafni fregnum um að þeim yrði skylt að koma íslenskum bönkum til aðstoðar ef þeir yrðu fjárvana.

Bloomberg greinir einnig frá áliti Niels Christian Beier hjá Danska seðlabankanum en hægt er að sjá umfjöllun um það hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×