Viðskipti innlent

Debenhams komið í kapp við Baug?

Eigendur Debenhams hafa átt í leynilegum viðræðum um að taka yfir Moss Bros keðjuna sem Baugur hefur verið á höttunum eftir í nokkurn tíma. Frá þessu er greint í The Sunday Times í dag.

Þetta þykja mikil tíðindi þar sem Baugur hefur þegar lagt fram óformlegt kauptilboð í Moss Bros sem metið er á um 40 milljón punda en sérfræðingar telja líklegt að hærra verð sé hægt að fá fyrir fyritækið.

Að sögn The Sunday Times hafa fleiri fyrirtæki sýnt Moss Bros áhuga en fyrir utan Baug eru Debenhams þeir sem komnir eru lengst í viðræðum.

Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Baugsmenn fái samkeppni við þessa yfirtöku þar sem eigendur Moss Bros hafa unnið að því að fá einhvern til þess að keppast við Baug um fyrirtækið svo að verð þess hækki.

Baugsmenn hafa frest til loka apríl til að leggja tilboð sitt fram með formlegum hætti.

Moss Bros á rekur Hugo Boss og Canali umboðið í Bertlandi og rekur 150 verslanir um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×