Viðskipti innlent

Þrír aðilar kaupa í BG Capital og nafni þess breytt í Styrkur Invest

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. MYND/Stefán

Hagar, 101 Capital og Eignarhaldsfélagið ISP hafa samið við Baug Group um kaup á hluti í BG Capital, eignarhaldsfélagi Baugs, en BG Capital á nærri 37 prósenta hlut í FL Group.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands leggja framangreindir aðilar inn hluti sína í FL Group sem hlutafé í BG Capital ehf. Jafnframt mun Kaldbakur hf. eignast hlutafé í BG Capital ehf.

Eftir viðskiptin munu hluthafar Baugs Group eiga 24 prósent í BG Capital, 101 Capital og eignarhaldsfélagið ISP 11,5 prósent, Hagar 11,6 prósent og Kaldbakur nærri 34 prósent. Nafni BG Capital verður breytt í Styrkur Invest og mun það félag eftir viðskiptin eiga rétt rúmlega 39 prósenta hlut í FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×