Viðskipti innlent

Times segir Baug safna í stríðskistuna

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.

Breska stórblaðið the Times fjallar um breytingarnar hjá Baugi Group í stórri grein í blaðinu sem kemur út á morgun. Þar segir að með því að selja fyrirtæki á Íslandi hafi fyrirtækinu tekist að safna sér í „stríðskistu" sem nota á til frekari útrásar á heimsvísu.

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs segir í viðtali við blaðið að fyrirtækið sé vel statt og stefndi á áframhaldandi vöxt, ekki aðeins á Bretlandseyjum, heldur einnig í Bandaríkjunum, Kína og á Indlandi.

„Það hefur verið mikið skrifað um Ísland og Baug að undanförnu og ályktanir dregnar af þeim vandamálum sem við eigum að vera að glíma við. Þessar ályktanir eru út úr öllu korti. Við erum með frábært eignasafn og stöndum vel á markaði," segir Gunnar.

„Þetta bætir í stríðskistuna hjá okkur," segir Gunnar einnig og á við söluna á íslensku fyrirtækjunum. „Nú eigum við tækifæri á því að nýta okkur þær markaðsaðstæður sem nú eru uppi."

Greinina má sjá í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×