Viðskipti innlent

Icelandair Cargo hættir við kaup á fraktflugvélum

Dótturfyrirtæki Icelandair Group, Icelandair Cargo og Icelease, hafa fallið frá samningaviðræðum við Avion Aircraft Trading um leigu og kaup á fjórum Airbus A330-200 fraktflugvélum. Viljayfirlýsing um málið var gerð í maí á síðasta ári.

Flugvélarnar áttu að afhendast á árunum 2010 og 2011 samkvæmt

viljayfirlýsingunni. Skráð listaverð flugvélar af þessari gerð er um 130

milljónir bandaríkjadala.

"Þessi ákvörðun okkar er tekin til að draga úr áhættu í rekstri Icelandair

Group með hliðsjón af þeirri óvissu í efnahagsmálum sem nú ríkir. Við teljum óráðlegt á þessum tímapunkti að taka á okkur jafn stóra skuldbindingu og föllum frá viljayfirlýsingunni í fullu samráði við samningsaðila okkar", segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í tilkynningu um málið til kauphallarinnar.

"Langtímastefna Icelandair Cargo um vöxt utan heimamarkaðar og rekstur hagkvæmustu flugvélategunda er óbreytt en verður framkvæmd síðar eða með öðrum hætti", segir Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×