Viðskipti innlent

Slapp við 900 milljóna króna tap með sölutryggingu

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips
Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, seldi félaginu bréf fyrir rúma 2.5 milljarða í dag. Í tilkynningu til Kauphallarinnar frá Eimskip segir að greiðslan sé hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu.

Baldur keypti bréf í félaginu þann 27. apríl á síðasta ári og voru kaupin sölutryggð á genginu 37,76. Baldur getur hrósað happi yfirsölutryggingunni þar sem gengi bréfa í Eimskip var 24,7 við lok markaða í dag. Þannig slapp Baldur við tæplega 900 milljóna króna rýrnun sem orðið hefur á verðmæti hlutarins á þessu tæpa ári sem liðið er frá kaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×