Viðskipti innlent

Enginn viðskipti með bréf Icelandic Group í dag

Ellefu félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Spron hefur hækkað mest allra félaga eða um 3,62% og er gengi félagsins nú 4,86. Flaga hefur lækkað mest eða um 1,25%.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,37% það sem af er degi og er nú rúm 5,275 stig.

Eimskipafélag Íslands hefur hækkað næst mest allra félaga eða um 3,59%. Eik um 2,16% og 365 hf um 1,53%.

Færeyski bankinn hefur lækkað um 1,01% og Teymi hf um 0,69%.

Krónan hefur styrkst um 0,17% og Gengisvísitalan hefur farið upp um 0,31%.

Enginn viðskipti hafa verið með bréf í Icelandic Group það sem af er degi en tilkynning kom frá félaginu í morgun. Í henni kom fram að stjórn félagsins hyggist leggja það til á aðalfundi að henni verði heimilð að óska eftir því að félagið verði afskráð úr Kauphöll Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×