Fleiri fréttir

Líflegt í kauphöllinni

Lífleg verslun var með hluti í kauphöllinni í dag en nú undir lokun haf'ði úrvalsvísitalan hækkað um 0,59% og stendur í 7369 stigum. Gengið styrktist um 0,75% og er vísitalan í 116,8 stigum.

Kalþörungaverksmiðjan komin í 40 tonn á dag

Framleiðslan hjá kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal hefur aldrei verið meiri og í síðustu viku var skipað út 320 tonnum af fullunnum afurðum. Er slíkt met. Vinnslan er komin upp í um 40 tonn en gert er ráð fyrir að um 60 tonn verði unnin á dag. Á bildudalur.is er haft eftir Guðmundi V. Magnússyni að áætlað sé að setja á vaktir við framleiðsluna og við það skapast fleiri störf.

Vinnunmarkaðurinn áfram í mikilli spennu

Vinnumarkaður hefur verið afar spenntur undanfarna mánuði. Atvinnuleysi hefur verið lítið, laun hafa hækkað ört og mikill fjöldi erlends vinnuafls starfað hér á landi.

Lækkun í Kauphöllinni

Gengi tólf fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað frá því viðskipti hófust í dag. Ekkert hefur hækkað á sama tíma en fjöldi staðið í stað. Gengi Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, eða um 3,82 prósent. Gengi bréfa í þessu færeyska olíuleitarfélagi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni á árinu, eða um rúm 324 prósent.

Verðbólgan eykst

Verðbólga mælist nú 5,2 prósent Þyngst vegur hækkun á íbúðarhúsnæði og eldsneyti. Auknar líkur eru á stýrivaxtahækkun.

Markaðurinn: Verðbólgan ekki hærri í nóvember í 17 ár

„Tíðindi dagsins eru þau að verðbólgan hefur ekki verið hærri í nóvember í sautján ár og því skyldi menn ekki undra þessi hækkun Seðlabankans í síðustu viku,“ sagði Pétur Aðalsteinsson sérfræðingur hjá VBS fjárfestingarbanka í viðtali við Markaðinn nú síðdegis.

Litlar sveiflur á markaðinum

Engin stórtíðindi gerðust í kauphöllinni í dag og endaði úrvalsvísitalan í rúmlega 7283 stigi sem er hækkun um 0,83% eftir daginn.

Hlutabréf hækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað.

Töluverð aukning á innfluttum vörum

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fluttar inn vörur fyrir 34,9 milljarða kr. í október. Er þetta töluverð aukning frá síðasta mánuði þegar innflutningurinn nam um 28 milljörðum.

Verðbólgan er 5,2%

Vísitala neysluverðs í nóvember 2007 er 279,9 stig og hækkaði um 0,65% frá fyrra mánuði. Verðbólga mælist nú 5,2%

Hluthafar vilja afskráninguna

Vinnslustöðin fer úr Kauphöllinni samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Næststærsti hluhafinn biður Kauphöllina að hafna eða fresta afkráningu.

Greiningadeild Kaupþings spáir 4,8% verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings hefur endurskoðað spá sína til hækkunar og spáir nú 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í stað 0,2%, eftir því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum. Þar segir að endurskoðun frá fyrri spá megi rekja til hækkunar eldsneytisverðs í lok mánaðar.

Tekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa sexfaldast

Útflutningstekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa nær sexfaldast frá árinu 1996. Á árinu 2006 jukust útflutningstekjurnar um 30,4% miðað við fyrra ár, eftir því sem fram kemur í samantekt Bryndísar Pétursdóttur, sem birtist á vefsvæði Seðlabanka Íslands.

Varar við hægari hagvexti í Bandaríkjunum

„„Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við hægingu á hagvexti í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi," að því er fram kom í máli Árna Jóns Árnasonar, sérfræðings hjá Askar Capital. Sindri Sindrason tók Árna Jón tali við lokun markaða í dag.

Áfram lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí.

Lykilstarfsmenn Teymis fá kauprétti

Stjórn Teymis hf. hefur ákveðið að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til lykilstarfsmanna samstæðunnar. Heildarupphæðin nemur rúmlega 65 milljónum kr.

Spá 0,4% hækkun á neysluverðsvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli október og nóvember en Hagstofa Íslands birtir mælingu sína á mánudagsmorgun.

Atlantic Petroleum enn á uppleið

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs.

Vonbrigði með samþættingu

Marel Food Systems væntir þess að sjá ábata vegna fyrirtækjakaupa í næsta uppgjöri. Hörður Arnarson, forstjóri félagsins, segir hins vegar ákveðin vonbrigði að ávinningur af samþættingu við AEW Delford og Scan­vaegt skuli ekki hafa komið fram á þriðja ársfjórðungi líkt og vænst hafi verið. Hann kynnti árshlutauppgjör félagsins í gærmorgun.

Eins og góður íþróttaleikur

„Dagurinn í dag eins var eins og góður íþróttaleikur,“ sagði Þorbjörn Atli Sveinsson, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Greiningadeild Kaupþings. Hann var gestur Sindra Sindrasonar við lokun markaðar í dag.

Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka

Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör.

Frekari sameiningar hjá sparisjóðum

Til stendur að sameina Sparisjóðinn í Keflavík og Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Landsbankinn reynir yfirtöku á breskum banka

Fjárfestingabankinn Close Brothers hefur hafnað 1,4 milljarða punda, eða um 175 milljarða króna yfirtökutilboði Cenkos og Landsbankans. Fram kemur á vefsíðu The Times að boðinu hefði verið hafnað í morgun en HSBC er sagður bakhjarl tilboðsins.

Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent.

Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts.

Spenna fyrir opnun kauphallarinnar

Fjármálasérfræðingar og fjárfestar bíða þess nú í ofvæni hvað gerist þegar viðskipti hefjast í kauphöllinni fyrir hádegi, eftir að úrvalsvísitalann hefur hrapað um átta prósent á þremur undanförnum dögum.

VGK-Hönnun styrkir HR

Verkfræðistofan VGK-Hönnun og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag til þriggja ára sem felur í sér fjárhagslegan stuðning að upphæð 22,5 milljónir króna til tækni- og verkfræðideildar HR.

Hagnaður Marels um 2,7 milljarðar

Hagnaður Marels á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2,7 milljónum evra, eða um 230 milljónum króna, og nánast fjórfaldaðist á milli ár. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra reyndist um 60 milljónir króna.

Finnur Ingólfsson: Lækkunin ekki í takt við virði Icelandair

Athafnamaðurinn Finnur Ingólfsson seldi rúmlega 15% hlut sinn í Icelandair 31. ágúst síðastliðinn. Í dag er gengi bréfa félagsins 30,5% lægra en þegar Finnur seldi og má því leiða líkum að Finnur hafi selt á hárréttum tíma.

Fjöldi félaga fellur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um sex prósent og fór í 22,3 krónur á hlut skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra. Fjöldi félaga í Kauphöllinni tók sömuleiðis á sig skell og féll Úrvalsvísitalan um tæp 2,4 prósent. Einungis tvö færeysk félög og SPRON hafa hækkað í dag.

Atlantic tilbúið í frekari olíuleit við Færeyjar

Færeyska olíufélagið Atantic Petroleum sem skráð er í kauphöllinni hérlendis er tilbúið til að taka þátt í næsta útboði færeysku stjórnarinnar á leyfum til rannsóknarboranna innan færeysku efnahagslögsögunnar.

Áhersla Landsbanka af TM yfir á Vörð

Breytt eignarhald tryggingafélaga getur af sér slag um viðskipti. Landsbankinn býður nú viðskiptavinum sínum að færa tryggingar sínar til Varðar. Bankinn var í samstarfi við Tryggingamiðstöðina áður en FL keypti félagið nýlega.

Peningastefna Seðla­banka tekin að bíta

Greiningardeildir bankanna hafa endurskoðað hagspár sínar í ljósi stýrivaxtahækkunar fyrir helgi. Kaupþing spáir enn meiri hækkun, en hinir seinni lækkunum.

Fínn Hannes

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, átti góðan sprett sem hann sjálfur í Næturvaktinni á Stöð 2 á sunnudag. Í þættinum úthúðaði samfélagsfirrti bensínstöðvarstjórinn Hannesi og hrósaði sjálfum sér fyrir fimm háskólagráður á móti þeim tveimur sem Hannes hampar.

Hvíld frá amstri fjármálaheimsins

Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til.

Sjá næstu 50 fréttir