Viðskipti innlent

Líflegt í kauphöllinni

Lífleg verslun var með hluti í kauphöllinni í dag en nú undir lokun haf'ði úrvalsvísitalan hækkað um 0,59% og stendur í 7369 stigum. Gengið styrktist um 0,75% og er vísitalan í 116,8 stigum.

Mesta hækkun varð hjá Iceland Air eða 1,3%. Kaupþing banki hækkaði um 1,2% og námu viðskiptin með þau bréf yfir 3 milljörðum kr.

Mest lækkun var hjá Atlantic Petroleum eða um 7% en ekki var um háar upphæðir að ræða eða undir 4 milljónum kr. Foryoa Bank lækkaði um 4,5% og Össur um 1,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×