Fleiri fréttir

Tekjur Nýherja aukast um þriðjung milli ára

Nýherji skilaði 91 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessar árs em er um 60 milljónum króna minna en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hannes fer til USA

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið.

Ekki hærri veltumörk

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Frjálsrar verslunar í gær að ráðuneytið hefði verið að skoða ákvæði samkeppnislaga um samruna. Nokkur atriði þurfi að endurskoða í því sambandi og frumvarp í smíðum

Hannes fer til USA

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Það mun vera einhverjum erfiðleikum bundið vegna undirliggjandi eigna sem erfitt er að verðleggja.

Mosaic Fashions afskráð úr kauphöllinni

OMX Nordic Exhcange Iceland hf. hefur samþykkt beiðni Mosaic Fashions hf. um afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista Kauphallarinnar. Mosaic Fashions uppfyllir ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár eftir yfirtöku Tessera Holding ehf. á Mosaic.

Hampiðjan lækkar mest í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Hampiðjunni féll um 7,69 prósent í einum viðskiptum upp á 337.500 krónur í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á markaðnum. Gengi krónu stóð svotil óbreytt á sama tíma.

Hagvöxtur útflutnings í stað einkaneyslu

Hagdeild Alþýðusambands Íslandcs spáir því að það dragi úr ójafnvæginu í hagkerfinu á næstu tveimur árum og að í stað hagvaxtar sem byggist á fjárfestingum og einkaneyslu komi hagvöxtur sem byggist á útflutningi.

Askar selur lúxusíbúðir í Kína

Askar Capital hefur selt lúxus­íbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Hleypt inn í hollum í Toys R Us

Bandaríski leikfangarisinn Toys R Us, sem rekur yfir 1500 verslanir í 22 löndum, þar af 31 á Norðurlöndum, opnaði á Smáratorgi í Kópavogi klukkan tíu í morgun og virðist sem sumir hafi ekki getað beðið mínútu lengur.

Mikill samdráttur í smásöluveltu

Smásöluvelta dróst saman um 9,4 prósent á föstu verði á milli mánaða í september, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé mesti samdrátturinn það sem af sé þessu ári að janúar undanskildum.

Róleg byrjun á markaði

Viðskiptin í kauphöllinni fóru rólega af stað í morgun og lækkaði úrvalsvísitan lítillega eða um 0,11% og stendur nú í tæpum 8.461 stigum. Mest hækkun varð á bréfum í Eimskip eða um 1,20%.

Rio Tinto nær kaupum á Alcan

Námafélagið Rio Tinto greindi frá því í dag að það hefði fengið græna ljósið hjá öllum samkeppnisyfirvöldum fyrir yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 38,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2.300 milljarða íslenskra króna.

Peningaskápurinn...

Jim Renwick, sem átti að vera næstæðsti maður Landsbankans í London eftir yfirtöku á fjármálafyrirtækinu Bridgewell, má ekki tjá sig við fjölmiðla um ástæðu brotthvarfs síns. Hann fullyrðir að flótti hans frá Landsbankanum í London hafi verið óumflýjanlegur án þess að útskýra það nánar.

Blandaður dagur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í dag í nokkuð líflegum viðskiptum þar sem skiptust á skin og skúrir. Eftir daginn var hækkun vísitölunnar 0,28% og stendur hún núna í 8.470 stigum. Gengið styrktist um tæp 0,6%.

SPRON vill í kauphöllina á þriðjudag

SPRON hefur óskað eftir skráningu í OMX Nordic Exchange Iceland næstkomandi þriðjudag 23. október. Í tengslum við skráninguna birtir SPRON helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og þróunina september og það sem af er október.

Talið að Milestone vilji 10% í viðbót af Carnegie-hlutum

Verðbréfafyrirtækið Enskilda í Svíþjóð ryksugar nú markaðinn þar af hlutabréfum í Carnegie-bankanum. Ekki er víst hver stendur að baki þessum kaupum en í sænskum fjölmiðlum er leitt getum að því að það sé Invik sem er í eigu Milestone á Íslandi. Eins og áður hefur verið greint frá í Vísi hefur Milestone þegar eignast 9,7% hlut í Carnegie og er talið að félagið vilji auka hlut sinn í 20%.

Gengi Eik bank féll um 14,5 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik bank féll um 14,55 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag í kjölfar þess að Föroya Sparikassi seldi þúsund hluti í bankanum. Eik banki er bæði skráður hér á landi og í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var um villu að ræða í skráningu viðskipta með bréf í félaginu.

Hagnaður Storebrand eykst en litlu undir væntingum

Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 354,8 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjórum milljörðum íslenskra, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi samanborið við 320,6 milljónir norska króna á sama tíma í fyrra. Þótt þetta sé aukning á milli ára er þetta litlu undir væntingum markaðsaðila.

Skýrist í vikunni hvort leiðin er fær

Fjármálafyrirtæki hafa til skoðunar leiðina sem lögð er til í evruskráningu hlutabréfa. Seðlabankinn annast uppgjör viðskipta þar til það verður fært í seðlabanka í evrulandi.

Vínsöfnurum fjölgar

Arnar Bjarnason og Arnar Sigurðsson versla báðir með gæðavín, hvor á sínum forsendum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við nafnana um ástríðuna.

Dansar hipphopp í Belfast

Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp.

Vinna eldsneyti úr mengandi útblæstri

Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi.

Baugur vill hluti fyrrverandi forstjóra

Forsvarsmenn Baugs Group í Bretlandi eru sagðir bera víurnar í Jurek Piasecki, stofnanda og fyrrum forstjóra skartgripakeðjunnar Goldsmiths, næst­stærstu skartgripakeðju Bretlands í aldarfjórðung, um kaup á hlutum hans í keðjunni.

Miklu kostað til í umbreytingarferli

Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuð­máli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.

Teymi horfir til heimamarkaðar

Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku.

Ísland við meðtalið

Verðbólga á Íslandi mælist nú nærri meðaltali EES-ríkja samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir samræmda vísitölu neysluverðs innan EES-svæðis í september.

Baugur horfir á Saks

Baugur Group er meðal fjárfesta sem hafa hugsanlega áhuga á því að kaupa bandarísku munaðarvöruverslunina Saks, samkvæmt Reuters. Baugur á rúman átta prósenta hlut í félaginu.

Yfirtökur í Kína

Glitnir og Útflutningsráð Íslands stóðu fyrir ráðstefnu á mánudaginn þar sem meðal annars var rætt um yfirtökur fyrirtækja í Kína.

Forsetinn talar fyrir atvinnulífið

Ólafur Ragnar Grímsson segir að þjóðin verði að gera það upp við sig hvort hún vilji að forseti Íslands beiti sér fyrir því að styrkja stöðu Íslands á heimsvettvangi, hvort sem er á sviðum viðskipta, vísinda, tækni eða menningar, eða sé fyrst og fremst til heimabrúks. Björgvin Guðmundsson fór yfir verkefni forseta Íslands það sem af er þessu ári.

Aðeins tvö félög hækka í Kauphöllinni

Rauður dagur var að langmestu leyti í Kauphöllinni í dag en einungis gengi tveggja félaga, Eimskipafélagsins og Landsbankans hækkaði á sama tíma og gengi annarra ýmist stóð í stað eða lækkaði. Gengi bréfa í Century Aluminum lækkaði mest, eða um 2,43 prósent.

Samruni samþykktur einróma

Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Norðlendinga samþykktu einróma á fundi sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í gær, mánudaginn 15. október, samrunaáætlun Sparisjóðs Norðlendinga og Byrs Sparisjóðs. Niðurstaða fundarins er þó háð samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Glitnir bendir á áhugaverða fjárfestingakosti

Glitnir Securities hefur gefið út afkomuspá fyrir 42 félög sem skráð eru á norska hlutabréfamarkaðinn. Í afkomuspánni er fjallað um aðstæður í helstu hagkerfum og á helstu mörkuðum sem hafa áhrif á norska hlutabréfamarkaðinn.

Straumur fær evruskráningu fyrir áramót

"Þetta er á góðu róli og ég reikna með að evruskráning Straums Burðarás í kauphöllinni verði að veruleika fyrir áramótin," segir Einar Baldvin Stefánsson forstöðumaður lögfræðisviðs Verðbréfaskráningar í samtali við Vísi. "Við og Seðlabankinn höfum verið að kasta á milli okkar pappírum og vinnugögnum og þessi vinna gengur vel."

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað eða staðið í stað frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands fyrir hálftíma. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,21 prósent, og næstmest í Existu, sem hefur horft upp á 1,53 prósenta lækkun það sem af er dags.

SEB í íslensku kauphöllinni

Sænski bankinn SEB hefur frá og með deginum í dag aðild að hlutabréfamarkaði íslensku kauphallarinnar.

Frosti kaupir Opin kerfi

Frosti Bergsson hefur keypt Opin kerfi ehf. á 1,8 milljarða króna. Félagið var áður í sameiginlegri eigu Teymis og Handsholding og hluti af Opnum kerfum Group.

Háskerpuútsendingar hefjast

Háskerpuútsendingar hefjast á dreifikerfi Digital Íslands á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem sjónvarpsefni í háskerpu er dreift á Íslandi. Fyrst um sinn verða tvær rásir í boði: Discovery HD sem sýnir náttúrulífs- og heimildarmyndir, og Sýn HD sem sýnir valda leiki úr ensku knattspyrnunni.

LME, Stork og Candover ræða áfram saman

LME eignarhaldsfélag ehf., hollenska iðnsamsteypan Stork N.V. og breska fjárfestingafélagið Candover munu halda áfram formlegum viðræðum til að skoða mögulegar útfærslur með hag allra hagsmunaðila í huga.

Frosti Bergsson kaupir Opin kerfi

Frosti Bergsson hefur keypt Opin Kerfi á 1,8 milljarða króna en gengið var frá áreiðanleikakönnun á föstudag. „Við horfum til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu,“ segir Frosti.

Össur hf. skoðar skráningu í Kaupmannahöfn

Össur hf. skoðar nú hvort skrá beri félagið í kauphöllina í Kaupmannahöfn. „Þetta hefur verið til skoðunar um tíma hjá okkur en ég vil taka fram að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.

Sjá næstu 50 fréttir