Fleiri fréttir

Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank

SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina.

Askar með milljarðasjóð

Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjárfestingasjóð. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúmlega 301 milljón íslenskra króna.

Peningaskápurinn ...

Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Iceland Express ætli að kaupa Air Atlanta sem er í eigu Eimskipafélagsins. Elmar Gíslason, ritstjóri Fréttabréfs atvinnuflugmanna, veltir fyrir sér og bendir á að forsvarsmenn beggja félaga hafi boðað starfsfólk til fundar 20. október næstkomandi. Matthias Imsland neitar því í samtali við Markaðinn að þetta standi til. Tilviljun ráði þessari dagstetningu. Auðvitað á að taka orð forstjórans alvarlega. Uppstokkun á ákveðnum sviðum í viðskiptalífinu getur verið tilviljunum háð. Þannig urðu stór viðskipti í upplýsingatæknigeiranum á fimmtudaginn. Allt tilviljanir.

Alfesca hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við lokun viðskiptadags í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Alfesca hækkaði mest, eða um 1,43 prósent á meðan gengi bréfa í Teymi og Tryggingamiðstöðinni lækkaði jafn mikið, eða um 2,08 prósent.

Askar Capital stofnar framtakssjóð

Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sett á fót fjárfestingarsjóð á sviði framtaksfjármögnunar (private equity) í samvinnu við VCM Capital Management, eitt umsvifamseta fyrirtæki í heimi á sviði framtaksfjármögnunar, og bandaríska fjármálafyrirtækið Resource America.

Framleiðsla eykst umfram væntingar

Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 1,2 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er langt umfram væntingar.

Icelandair eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í Teymi lækkaði um 2,16 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun á gengi bréfa í félagi sem þar er skráð en einungis bréf í Icelandair hafa hækkað í verði.

Nýherji kaupir TM Software

Straumur selur Nýherja 77 prósent í TM Software á 1,3 milljarða króna. Nýherji býðst til að kaupa á sömu kjörum útistandandi hluti í fyrirtækinu.

Glitnir söluhæstur í OMX

Glitnir varð söluhæsti aðilinn á norræna hlutabréfamarkaðinum OMX í nýliðnum september en bankinn annaðist þá 6,6 prósent allra hlutabréfa sem seld voru í OMX-höllinni.

Bréf Nýherja hækka mest

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í lok viðskiptadags í Kauphöllinni í dag, mismikið þó. Þannig hækkaði gengi bréfa í Nýherja langmest, eða um 4,09 prósent en félagið tilkynnti í dag um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software. Á sama tíma hækkaði bréf Eimskipafélagsins um rétt rúm tvö prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum hækkaði nokkuð minna.

Eignir lífeyrissjóðanna aukast minna vegna umróts

Eignir lífeyrissjóða landsins jukust mun minna í ágúst en í mánuðum sjö á undan eftir því sem segir í Morgunkorni Glitnis þar er bent á að á fyrstu sjö mánuðum ársins hafi hrein eignaaukning lífeyrissjóðanna verið 1,3 prósent að meðaltali á mánuði en í ágúst jukust eignirnar um 0,4 prósent. Rekur greiningardeildin þetta til umróts á fjármálamörkuðum í ágúst.

Kaupþing kaupir banka í Belgíu

Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings banka hf., hefur undirritað samning um kaup á Robeco Bank Belgium, litlum belgískum banka sem sérhæfir sig í einkabankaþjónustu og eignastýringu.

Nýherji kaupir 77 prósent í TM Software

Nýherji hefur samið um kaup á 77 prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf.. Seljendur eru Straumur, FL Group og Tryggingamiðstöðin.Kaupverð nemur 1,3 milljörðum króna.

Sparisjóðir skrifa undir samrunaáætlun

Stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga hafa skrifað undir áætlun um samruna sparisjóðanna og miðast hann við 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir því að hlutur stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði verði 90,5 prósent í sameinuðum sjóði og hlutur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga verði 9,5 prósent.

Baugur kaupir í breskri íþróttavöruverslun

Baugur hefur keypt eins prósents hlut í breska íþróttavöruversluninni Sports Direct. Kaupverð er ekki gefið upp. Breska blaðið Telegraph hefur eftir heimildamönnum, að verðmiðinn á félaginu hafi verið hagstæður enda hafi gengi þess fallið um rúman helming síðan það var skráð á markað í febrúar síðastliðnum.

Samskip flytur ál fyrir Alcoa

Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Meginhluti framleiðslu Alcoa Fjarðaáls fer á Evrópumarkað. Flutningarnir munu stórauka umsvif Samskipa á Íslandi.

Líkur á hærri vöxtum hjá Íbúðalánasjóði

Greiningardeild Glitnir reiknar með því að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka á næstu vikum. Deildin bendir í Morgunkorni sínu í dag að vextir á útlánum sjóðsins hafi hækkað um 0,15 prósent á árinu vegna kröfuhækkunar á íbúðabréfum og séu vextirnir, með uppgreiðsluálagi, nú orðnir jafnháir og þeir voru þegar samkeppni hófst á húsnæðislánamarkaði í ágúst fyrir þremur árum þegar bankarnir hófu að veita fasteignlán.

Bréf Atlantic Petroleum hækka um 12 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um heil 12,11 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Þetta er langmesta hækkunin í Kauphöllinni í dag.

Verðbólga mælist nú 4,5 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna, en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka á bilinu 0,5 til 0,8 prósent á milli mánaða.

Atlantic Petroleum hækkaði um 12% í morgun

Atlantic Petroleum hefur staðfest að það hafi fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Bréf í félaginu hækkuðu um tæp 12% við opnun kauphallarinnar hér í morgun. Og um 17% við opnum markaðarins í dönsku kauphöllinni í morgunn.

Skrefi frá peningalausu hagkerfi

Nýráðinn forstjóri MasterCard á Íslandi boðar útrás og breytingar. Haukur Oddsson var í viku­byrjun ráðinn forstjóri Borgunar hf., helsta samstarfsaðila MasterCard á Íslandi, og tekur við af Ragnari Önundarsyni sem gegnt hefur starfinu í níu ár.

Hlutabréf Promens verða skráð í evrum

Hlutabréf iðnfyrirtækisins Promens, dótturfélags Atorku, verða skráð í evrum, að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, forstjóra fyrirtækisins. Stefnt er að skráningu í OMX Kauphöll Íslands.

Industria verðlaunað fyrir sjónvarp um net

„Freewire“ er besta nýjungin á sviði sjónvarps sem dreift er með internettækni (Internet Protocol Television – IPTV) að mati dómnefndar Global Tele­coms Business magazine Inno­vation Awards. Industria, ásamt breskum samstarfsaðila að nafni Inuk Networks, vann til verðlaunanna nýverið.

Hugmyndir mikilvægasta framleiðsluvara Vesturlanda

Vestrænum þjóðum stafar veruleg ógn af því hversu lítið skapandi þegnar þeirra eru. Þetta fullyrðir sænski fyrirlesarinn Fredrik Hären sem staddur var hér nýverið í boði Nýherja.

Annað Ísland í útlöndum

Fjöldi erlendra starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útlöndum hefur rúmlega áttatíufaldast á rúmum áratug og eru þeir nú jafn margir ef ekki fleiri en allir starfandi einstaklingar hér á landi í fyrra.

Handan járntjaldsins

Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir.

Spá aukinni verðbólgu

Greiningardeildir bankanna spá því að vísitala neysluverð hækki á bilinu 0,5 til 0,8 prósentustig á milli mánaða í október.

Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum

160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess.

Útrás í anda stjórnarsáttmála

Útrás Landsvirkjunar og Landsbankans í gegnum HydroKraft Invest er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí, að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er talað um að tímabært sé „að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja“.

Íbúðalánasjóður nýtist helst fjáðum

Íbúðalánasjóður sinnir ekki hlutverki félagslegs sjóðs fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti nýtist hann helst fólki sem á mikið eigið fé til húsnæðiskaupa.

Umsvifamesti atvinnurekandinn

Baugur Group trónir á toppnum yfir umsvifamesta íslenska fyrirtækið með langflesta erlenda starfsmenn á launaskrá á erlendri grund. Útrás fyrir­tækisins hófst líkt og frægt er orðið með verslanarekstri í samstarfi við Arcadia og Debenhams á Norðurlöndunum um árið 2000 og hefur vaxið mikið síðan, ekki síst síðastliðin fimm ár með viðamiklum kaupum í Bretlandi og Danmörku.

Frosti Bergsson að kaupa Opin kerfi

Frosti Bergsson hefur gert tilboð í Opin kerfi, félag í eigu Handsholding. Tilboðinu hefur verið tekið en kaupverðið er ekki gefið upp og eru kaupin háð áreiðanleikakönnun.

Atorka eykur við sig í NWF

Atorka Group hefur aukist við hlut sinn um rúmlega eitt prósent í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group og fer nú með 21,55 prósenta eignarhluta í félaginu.

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa breyttist almennt afar lítið við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í einungis sex fyrirtækjum hækkaði, þar af bréf í Teymi langmest, eða um 4,44 prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum ýmist stóð í stað eða lækkaði. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór niður um þrjú prósent.

Glitnir í samvinnu við kínverskt orkufyrirtæki

Glitnir og kínverska olíu- og orkufyrirtækið Sinopec hafa tilkynnt um aukna samvinnu við jarðhitaverkefni í Kína. Að samstarfinu koma einnig Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest en markmið samstarfsins er að auka notkun á jarðhita til orkuframleiðslu í Kína. Glitnir og Sinopeg munu stofna sérstakt félag sem mun vinna að því að auka fjárfestingar í jarðhitaverkefnum í Kína.

Gera ráð fyrir 0,5% hækkun neysluverðvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli september og október en Hagstofa Íslands birtir vísitöluna í fyrramálið. Í verðbólguspá sem birt var 24. september gerði Greiningin ráð fyrir 0,5% hækkun í október og telur ekki ástæðu til að endurskoða þá spá.

Sigurður nýr forstjóri TM

Sigurður Viðarsson tekur við starfi forstjóra Tryggingarmiðstöðvarinnar af Óskari Magnússyni í kjölfar eigendaskipta hjá félaginu.

Glitnir selur Skeljung fyrir Fons

Glitnir hefur tekið að sér að selja og sölutryggja olíufélagið Skeljung fyrir Uppsprettu, félag í eigu Fons.

Íslendingar hagnast á kaupum Nokia í Enpocket

Farsímafyrirtækið Nokia hefur keypt allt hlutafé Enpocket, alþjóðlegs farsímamiðlunarfyrirtækis sem leggur áherslu á markaðssetningu og auglýsingar í gegnum farsíma.

Eimskip kaupir 60 prósent í kínversku gámageymslufyrirtæki

Eimskip ætlar að kaupa 60 prósenta hlut í kínverska gámageymslufyrirtækinu Luyi Depot. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og ræður yfir fimmta stærsta gámageymslusvæðinu í borgini Qingdao en kaupverðið er ekki gefið upp.

Einkageirinn er með áhættufjármagnið

Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan.

Velta á fasteignamarkaði í hæstu hæðum

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í september var í hæstu hæðum eða rúmlega 19 milljarða kr. Veltan hefur aðeins einu sinni verið jafn há sem var í júní á þessu ári en þá var veltan einnig rúmir 19 milljarða kr. Kaupsamningar hafa aftur á móti verið fleiri en nú en það var í nóvember 2004 og voru þeir þá 1.165 talsins. Var það skömmu eftir að samkeppni ÍLS og bankanna hófst en nú í september voru þeir alls 924.

Grænt á nær öllum tölum

Úrvalsvísitalan hækkaði um rúmt prósent í dag og stendur nú í tæpum 8.500 stigum. Grænt var á nær öllum tölum í dag fyrir utan Eik Banki en gengi hans féll lítillega eða um 0,15%.

Sjá næstu 50 fréttir