Fleiri fréttir

Hagkerfið sagt leita í jafnvægisástand

Hratt dregur úr viðskiptahalla og verðubólgumarkmið nást og haldast í lok árs. Um leið eykst atvinnuleysi að því er segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins.

Búa til tækifæri í heimabyggð

Með stofnun vísindagarða og rannsóknarseturs í Skagafirði standa vonir til þess að efla atvinnulíf og bjóða ungu fólki atvinnu við hæfi í heimabyggð.

Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga

Í maí rennur út umsóknarfrestur fyrir næstu hópa í MBA-námi Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Grundvallarmunur er á alþjóðlegri nálgun skólanna tveggja sem vert er að hafa í huga ef valið stendur þeirra á milli.

Mótmæla uppboði á tollkvótum

Samtök verslunar og þjónustu mótmæla því að frítollakvótar vegna innflutnings kjöts og osta skuli hafa verið boðnir upp og seldir fyrir rúmar 430 milljónir króna. Fullyrða samtökin að ef almennir kvótar vegna sömu vara verða boðnir upp í júní og seljast á svipuðu verði og í fyrra gæti ríkið haft um sex hundruð milljónir króna í tekjur af kvótasölu vegna þessara vara í ár.

Bjartsýnin allsráðandi

Neytendur eru bjartsýnir um þessar mundir. Þetta sýnir væntingavísitala Gallup sem birt var í gær. Stendur hún nú í 139,8 stigum. Er það þriðja hæsta gildi hennar frá upphafi.

Helmingsveltuaukning með hlutabréf OMX

Kauphallarsamstæðan OMX skilaði hagnaði upp á 257 milljónir sænskra króna á fyrsta ársfjórðungi. Það jafngildir 2,4 milljörðum íslenskra króna. Samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér, og í Eystrasaltslöndunum. Til samanburðar nam hagnaður samstæðunnar 244 milljónum sænskra króna á sama tíma í fyrra. Það jafngildir rétt rúmlega 2,3 milljörðum íslenskra króna.

Tryggir starfshætti tryggingasala

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum um leiðbeinandi tilmæli um starfshætti vátryggingasölumanna, miðlara, umboðsmanna og vátryggingafélaga. Þar er meðal annars reynt að tryggja nákvæmni upplýsinga og koma í veg fyrir ósanngjarnar fullyrðingar sölumanns vátryggingafélaga í garð annarra tryggingafélaga.

Fleiri nafna-breytingar

Nafnabreytingar fyrirtækja er íþróttagrein sem hefur verið að færast í vöxt. Íslandsbanki varð að Glitni í fyrra og SPV breyttist yfir í Byr sparisjóð. Á dögunum tók Olíufélagið upp hið frumlega nafn N1 og Kaupþing er aftur orðið Kaupþing.

Kaupa búnað frá Svíþjóð

SPRON verðbréf hf. og Saga Capital fjárfestingarbanki á Akureyri hafa fest kaup á viðskiptakerfi frá sænska upplýsingatæknifélaginu Orc Software sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð fyrir kauphallarviðskipti. Um er að ræða sams konar miðlunarkerfi og Kaupþing hefur notað við sína verðbréfamiðlun með góðum árangri.

Frumkvöðlastarf á Norðurlandi vestra

Nýverið lauk námskeiðinu Sóknarbraut sem Impra nýsköpunarmiðstöð gekkst fyrir á Skagaströnd og Blönduósi. Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja þar sem þátttakendur vinna með eigin hugmyndir eða fyrirtæki. Alls tóku ellefu frumkvöðlar frá Norðurlandi vestra þátt í námskeiðinu.

Styrkja stöðuna í Suður-Ameríku

Samskip hafa styrkt stöðu sína í frystivöru- og flutningsmiðlun í Suður-Ameríku með samstarfssamningum við argentínska flutningafélagið Transaltic SA annars vegar og brasilíska flutningafélagið Unitrader International hins vegar.

Teygja sig nú um mestallan heim

Samskip hafa tekið upp samstarf við flutningafyrirtækið Gulf Agency Company (GAC) sem er með höfuðstöðvar í Dubai. Peder Winther, framkvæmdastjóri frystivöruflutningasviðs Samskipa, tilkynnti um samstarfið við opnun sjávarútvegssýningarinnar í Brussel (Europan Seafood Exposition) í gær.

Toytoa fer fram úr GM

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þetta er í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um að fara „fram úr“ bandaríska fyrirtækinu á þessu ári.

Nærri tvöfalt meiri hagnaður hjá Nýherja

Nýherji skilaði 105 milljóna króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 54,3 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins voru umfram áætlanir. Vöxtur var mikill í sölu á netþjónum undir merkjum IBM, hugbúnaði, símkerfum og vörum frá Canon og fartölvum Lenovo, sem keypti fartölvuframleiðslu IBM árið 2004.

FME setur tryggingasölumönnum skýrar reglur

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum að leiðbeinandi tilmælum um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga. Tilmælin eru til að tryggja ýmsar skyldur tryggingasölumanna. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að tryggingasölumenn fari með ónákvæmar upplýsingar og setji fram ósanngjarnar fullyrðingar í garð annarra vátryggingaaðila.

Pétur Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla

Pétur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla ehf. Pétur hefur störf hjá félaginu í næsta mánuði. Innan tekjusviðs fer fram öll sala áskrifta á sjónvarpsstöðvum 365 miðla og auglýsingasala ljósvakamiðla félagsins og Fréttablaðsins.

VGI ehf. selt

Icelandic Group hf. hefur selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu VGI ehf. Kaupandi er Samhentir-Kassagerð ehf., en bæði fyrirtæki starfa á umbúðamarkaði. Kaupverð er ekki gefið upp.

Fimm sjóðir að sameinast

Stjórnir Lífeyrissjóðs Hf. Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóðs starfsmanna Olíuverzlunar Íslands og Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins hafa ritað undir viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðanna. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir sjóðfélaga á næsta ársfundi sjóðanna.

Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?

Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones.

Stjórnaðu tölvunni með farsímanum

Þeir sem spila tónlist úr tölvnni sinni, kannast líklega við óþægindin af að þurfa að skríða undan teppabunkanum úr sófanum og fara að tölvunni til að skipta um lag. Margir hafa leyst þetta mál með því að hafa fartölvu við hendina og spila músíkina úr henni. Gallinn við það fyrirkomulag er snúrur út um allt.

Peningaskápurinn ...

Viðskiptalífið verður sífellt flóknara eftir því sem það verður stærra og umfangsmeira. Ef mönnum finnst eignarhald á íslenskum félögum vera óskýrt þá batnar ekki ástandið þegar erlendir fjárfestar koma til landsins með sína köngulóarvefi.

Hrannar orðinn upplýsingafulltrúi Vodafone

Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að hann hafi þegar tekið til starfa. Hrannar hefur undanfarin átta ár verið upplýsingafulltrúi Alcan í Straumsvík

Krónan ofmetin gagnvart dollar

Krónan er ofmetin og viðskiptahalli verður viðvarandi næstu ár. Á sama tíma árar vel fyrir hlutabréfamarkað, segir greiningardeild Kaupþings.

Sensa selt Símanum

Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er ekki gefið upp.

Actavis með á endasprettinum

Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals berjist á endanum um kaup á samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes í gær sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna.

Láta af samstarfinu

Tveir af stærstu sparisjóðum landsins, SPRON og BYR sparisjóður, hafa sagt skilið við hina sparisjóðina í sameiginlegum markaðsmálum undir heitinu „sparisjóðurinn“. Samanlagt eru sparisjóðirnir tveir með um sextíu prósent af umsvifum sparisjóðanna.

Afkoma AMR í takt við væntingar

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði hagnaði upp á 81 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,284 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 89 milljónum dala, 5,88 milljörðum króna. Afkoman er í takt við væntingar greinenda.

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,4 prósent

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4 prósent í apríl frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 5,1 prósent og síðastliðna 6 mánuði um 2,8 prósent. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8 prósent, samkvæmt nýjustu upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Hvernig virka stýrivextir?

Séu vextir Seðlabanka háir ýtir það undir háa vexti annars staðar. Það veldur því meðal annars að fyrirtæki og einstaklingar sjá sér síður hag í að taka lán til að standa undir fjárfestingum eða öðrum kaupum á vöru og þjónustu. Það dregur úr eftirspurn í þjóðfélaginu og hefur almennt áhrif í þá átt að hægja á hjólum efnahagslífsins.

Velta á markaði sambærileg við síðasta ár

Undirliggjandi velta á innlendum hlutabréfamarkaði það sem af er árs er sambærileg og í fyrra. Veltan var lítið minni í janúar og mars en mun meiri í febrúar. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna fyrir aukningunni í febrúar tilfærslu eignarhluta í ár og að markaðurinn snéri við í fremur lítilli veltu eftir hraða hækkun um miðjan febrúar á síðasta ári.

Aflaverðmæti skipa nam 5,7 milljörðum í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 5,7 milljörðum króna í janúar á þessu ári samanborið við 3,6 milljarða í janúar 2006 og jókst því um 2,1 milljarð eða 58,8 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um tæp 230 prósent á milli ára. Mestu munar um verðmæti loðnu. Mestu munar um að aflaverðmæti í janúar í fyrra var með minna móti en fyrri ár.

Flestir eru ánægðir þótt víða bjáti á

Ný könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna leiðir í ljós að þótt víða hafi orðið framfarir í stjórnunarháttum stofnana bíða erfið úrlausnarefni. Megn óánægja er meðal heilbrigðisstarfsfólks og ákveðnar stéttir virðast plagaðar af einelti. Óli Kristján Ármannsson fer yfir könnunina og ræðir við Ómar H. Kristmundsson, dósent við Háskóla Íslands, sem umsjón hafði með henni.

Málþing um traust og trúverðugleika

Alþjóðleg könnun almannatengslafyrirtækisins Edelman á trausti og trúverðugleika verður kynnt í fyrsta skipti hér á landi á málþingi í Salnum í Kópavogi 3. maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, David Brain, mun kynna niðurstöður nýjustu könnunarinnar og þróun síðustu ára.

Dúfur úr hrafnseggjum

Á fjármálamarkaði hafa einhverjir haft af því áhyggjur að fjármagnsflótti brjótist út ef Vinstri græn komist til valda. Þessi ótti á rætur í fremur glannalegum yfirlýsingum um hverju sé fórnandi til að ná fram meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem flutningi banka úr landi hefur verið til fórnandi.

Leikur að læra... líka í MBA-námi

Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands.

Milljarðar fyrir BTC

Söluferli á 65 prósenta hlut Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í búlgarska símafélaginu Bulgarian Telecommunication Company (BTC), lýkur í lok þessa mánaðar.

RE/MAX og Vodafone semja

Fasteignasalan RE/MAX skrifaði nýlega undir samning við Vodafone á Íslandi um heildar­fjarskiptaþjónustu fyrirtækis­ins. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára og nær til hefðbundinnar símaþjónustu, farsíma- og gagnatenginga við allar fasteignasölur sem starfa undir merkjum RE/MAX hér á landi.

Meira en croissant og ilmvötn

Er franski markaðurinn mettur og hnignandi? Eða er hann fullur nýrra tækifæra sem alþjóðlegir fjárfestar hafa ekki efni á að láta framhjá sér fara? Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sótti svörin á ráðstefnunni Franskt vor í viðskiptum á Íslandi.

Vinnan er rétt að hefjast

Þegar liggja fyrir niðurstöður, bæði úr könnun á starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna, verður rýnt í þær og leitað tækifæra til úrbóta í starfsmannamálum þar sem þeirra gerist þörf, að sögn Hrundar Sveinsdóttur, sérfræðings á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Glitnir býður upp á ný húsnæðislán á morgun

Glitnir ætlar frá og með morgundeginum að bjóða upp á nýja tegund húsnæðislána þar sem helmingur lánsins er verðtryggður í íslenskri mynt en hinn helmingurinn óverðtryggt lán í lágvaxtamyntunum jenum og svissneskum frönkum. Vextir eru 4,5 prósent miðað við hámarksveðsetningarhlutfallið 80 prósent, sem er sama hlutfall og á verðtryggðum lánum.

Norrænir markaðir í hæstu hæðum

Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað mikið og nálgast nýjar hæðir, ekki síst sá norski sem er nálægt sínu hæsta sögulega gildi. Sænska vísitalan sló met í gær auk þess sem Dow Jones Nordic 30 vísitalan fór í hæsta gildi frá upphafi. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis staðið í sögulegum hæðum í vikunni en lækkaði í dag.

Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck

Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna.

Landsbankinn sagður bjóða í Bridgewell

Landsbankinn er sagður vera á meðal þeirra sem hafa lagt fram yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Bridgewell Group. Á meðal annarra bjóðenda er hollenski fjárfestingabankinn Fortis, sem rekur starfsemi víða um Evrópu. Stjórnendur Bridgewell eru sagðir hafa komið hingað til lands í gær til fundar við Landsbankamenn.

Sjá næstu 50 fréttir