Viðskipti innlent

Fimm sjóðir að sameinast

Stjórnir Lífeyrissjóðs Hf. Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóðs starfsmanna Olíuverzlunar Íslands og Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins hafa ritað undir viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðanna. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir sjóðfélaga á næsta ársfundi sjóðanna.

Gangi þessi áform eftir fækkar lífeyrissjóðum á landsvísu úr 40 í 36 talsins. Þróunin hefur verið sú að sjóðum hefur fækkað en þeir jafnframt stækkað. Heildareignir sjóðanna fimm, sem um ræðir, nema tíu milljörðum króna og eru þeir lokaðir fyrir nýjum iðgjöldum. Stjórnir sjóðanna hafa endurnýjað rekstrarsamning við Landsbanka Íslands sem hefur séð um rekstur sjóðanna á liðnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×