Viðskipti innlent

Bjartsýnin allsráðandi

Neytendur líta lífið og tilveruna björtum augum ef væntingavísitala Gallup segir rétta sögu.
Neytendur líta lífið og tilveruna björtum augum ef væntingavísitala Gallup segir rétta sögu.

Neytendur eru bjartsýnir um þessar mundir. Þetta sýnir væntingavísitala Gallup sem birt var í gær. Stendur hún nú í 139,8 stigum. Er það þriðja hæsta gildi hennar frá upphafi.

Aukinnar bjartsýni gætir í öllum undirflokkum vísitölunnar. Mest er bjartsýnin við mat á núverandi ástandi. Sú vísitala er 165,4 stig og hefur aldrei verið hærri.

Frá því að hafið var að birta væntingavísitölu Gallup árið 2001 hefur sterk fylgni verið milli hennar og einkaneyslu. Í Morgunkorni Glitnis segir að á seinni hluta síðasta árs hafi rof orðið á þeirri fylgni. Vöxtur einkaneyslu hafi verið milli eitt og tvö prósent á meðan væntingavísitalan reis úr tæplega hundrað stigum í sögulegt hámark undangengna þrjá mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×