Viðskipti innlent

Hrannar orðinn upplýsingafulltrúi Vodafone

Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að hann hafi þegar tekið til starfa.

Hrannar hefur undanfarin átta ár verið upplýsingafulltrúi Alcan í Straumsvík en áður starfaði hann sem fréttamaður á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Gengið var frá ráðningunni snemma árs en samkomulag varð um að Hrannar lyki ákveðnum verkefnum hjá Alcan áður en hann kæmi til starfa hjá Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×