Viðskipti innlent

Búa til tækifæri í heimabyggð

Gísli Svan Einarsson í Verinu verður lögð sérstök áhersla á umhverfismál. „Þetta er kannski tískumál í stjórnmálum, en um leið framtíðarmál fyrir atvinnulífið,“ segir  Gísli.
Gísli Svan Einarsson í Verinu verður lögð sérstök áhersla á umhverfismál. „Þetta er kannski tískumál í stjórnmálum, en um leið framtíðarmál fyrir atvinnulífið,“ segir Gísli.

Með stofnun vísindagarða og rannsóknarseturs í Skagafirði standa vonir til þess að efla atvinnulíf og bjóða ungu fólki atvinnu við hæfi í heimabyggð.

Verið Vísindagarðar ehf. er nýtt fyrirtæki sem annast rekstur kennslu- og rannsóknaraðstöðu í tengslum við Háskólann á Hólum, Matís og fleiri. Í dag fer fram ráðstefna milli fjögur og sex þar sem starfsemin verður kynnt. „Þetta er heilmikil uppákoma hér í húsnæði Versins á Háeyri 1,“ segir Gísli Svan Einarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri, en Verið var stofnað í janúar. „Hér verða meðal annars kynnt nýsköpunarverkefni, sjávarútvegsráðherra heldur tölu og svo verður fjallað um framtíð Versins.“

Verið starfar nú í 1.500 fermetra húsnæði þar sem fyrirferðarmest er starfsemi Háskólans á Hólum og fyrirtækisins Iceprotein. „Hér verður til vettvangur og aðstaða fyrir samstarf skóla, rannsóknaraðila og atvinnulífs líkt þótt hefur skila árangri erlendis,“ segir Gísli. Hann segist finna fyrir miklum áhuga á starfseminni og þegar sé farið að huga að stækkun húsnæðis Versins. „Við teljum hér vera kjöraðstæður fyrir vísindasamfélag sem getur styrkt bæði samfélagið, frumkvöðlastarf og frekari þróun fyrirtækjanna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×