Fleiri fréttir

Fimmtungshækkun Úrvalsvísitölunnar

Ekki verður annað sagt en að hlutabréfamarkaðurinn hafi farið vel af stað eftir páskana, en Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,65 prósent í vikunni. Vísitalan hækkaði um 0,92 prósent í gær og stendur nú í nýjum methæðum í 7.739 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um rúman fimmtung en áramótagildi hennar var 6.410 stig.

Bankarnir á fleygiferð

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári.

Úrvalsvísitalan á ný í methæðum

Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins.

Íhaldið í FL Group

Morgan Stanley gaf út skýrslu um áhættuálag á skuldabréf Glitnis í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans. Greinandinn telur breytingarnar ekki til marks um stefnubreytingu og færir rök máli sínu til stuðnings þess efnis að FL Group sem stærsti hluthafinn hafi haft næg tækifæri til að hafa áhrif á stefnu bankans fyrir eignabreytingar. FL hafi stutt íhaldssama stefnu bankans og ekki sé að vænta breytinga þar á.

Ekki bara croissant og ilmvötn

Frakkland er fullt viðskiptatækifæra sem bíða þess að verða gripin. Þetta var rauði þráðurinn í máli flestra þeirra er tóku til máls á ráðstefnu tileinkaðri viðskiptum milli Íslands og Frakklands sem fram fór á Hótel Nordica í gær. Hún var liður í menningarhátíðinni „Pour­quoi Pas? Franskt vor á Íslandi“ sem nú stendur sem hæst.

Norska fjármálaeftirlitið fettir fingur út í Kaupþing

Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, varar við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í fjármálafyrirtækinu Storebrand og óttast um stöðu félagsins ef Kaupþing auki hlut sinn. Þetta kemur fram í skýrslu frá stofnuninni sem Dagens Nærlingsliv greinir frá.

Úrvalsvísitalan í methæðum

Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar hún hækkaði um 0,2 prósent og endaði í 7.669 stigum. Þetta slær út met vísitölunnar í gær þegar hún lokaði í 7.611 stigum.

Actavis enn í baráttunni um Merck

Actavis staðfestir að fyrirtækið sé enn í baráttunni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck og séu viðræður enn í gangi. Erlendir fjölmiðlar hafa haldið því fram í dag að félagið hafi dregið sig út úr baráttunni ásamt bandaríska lyfjafyrirtækinu Mylan Laboratories. Þær fréttir eru ekki réttar, samkvæmt upplýsingum frá Actavis.

Actavis hætt við yfirtöku á Merck

Actavis og bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories hafa hætt við yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck, að sögn Dow Jones fréttastofunnar.

Íbúðalánasjóður lánaði 4,9 milljarða í mars

Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af var tæpur hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins sem kom út í gær. Meðalfjárhæð almennra lána nam tæpum 9,4 milljörðum króna. Útlán sjóðsins á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 13,6 milljörðum króna sem er lítillega yfir áætlunum.

TM Software selur Maritech

TM Software hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Maritech International til AKVA Group ASA í Noregi. AKVA Group keypti í desember í fyrra sjávarútvegshluta Maritech. Stjórnendur TM Software töldu hagsmunum viðskiptavina best borgið með því að selja Maritech í heilu lagi.

Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar.

Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslensku bankanna

Lánshæfiseinkunn allra íslensku viðskiptabankana hefur verið lækkuð hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi. Einkunnin er lækkuð um þrjá flokka. Þetta er gert í kjölfar þess að Moody's breytti nýverið aðferðafræði sinni við einkunnagjöf og metur aðrar forsendur en áður.

Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið

Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið.

Milljarðar í fjallinu

Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands.

Fleira virkjað en vatnið eitt

Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap.

Böndin styrkjast

Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum.

MEST kaupir Timbur & stál

MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður.

Eitt vörugjald á alla bíla

Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu.

Opna skrifstofu í Genoa

Eimskip opnaði aðra skrifstofu sína á Ítalíu í byrjun þessa mánaðar. Nýja skrifstofan er í Genoa og er opnun hennar sögð liður í „markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu“ og miðist að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum.

Fyrsta kæligeymsla Samskipa í Ameríku

Samskip hafa eignast helmingshlut í fyrirtækinu Bayside Food Terminal í Bayside í Kanada. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að kanadíska fyrirtækið hafi þar yfir að ráða 12.000 tonna frysti- og kæligeymslu.

Nóbelsverðlaunahafi í ráðgjafaráði Askar Capital

Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Dr. Edmund S. Phelps mun taka sæti í hinu nýstofnaða ráðgjafaráði sem fjárfestingarbankinn Askar Capital stendur fyrir. Ráðið lýtur stjórn Karls Wernersonar, stjórnarformanns Milestones, en markmið þess er að leggja grunn aðframtíðarstefnumörkun bankans.

Nóatúnsfjölskyldan kaupir í Glitni

Nóatúnsfjölskyldan er meðal nýrra hluthafa í Glitni eftir nýjustu breytingar á eignarhaldi félagsins. Einnig Jötunn, félag tengt Baugi. Gengið hefur verið frá sölu á hlutum í Glitni fyrir hátt í sjötíu milljarða króna.

Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða

Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar.

Ísland færist upp á lista OECD

Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna.

Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum

Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu.

Umfangsmikil aðlögun fram undan

Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi með nýjum hætti spá um þróun efnahagsmála. Ný framsetning á að auka líkur á því að Seðlabankinn leiði væntingar um verðbólgu fremur en að hann bregðist við slíkum væntingum. Óli Kristján Ármannsson fer yfir hagspá Seðlabankans og sýn eins og hún birtist í nýjasta hefti Peningamála, efnahagsriti bankans, skýringum á vaxtaákvörðunardegi bankans fyrir helgi og í ræðu formanns bankastjórnar á ársfundi bankans.

Reynir lítið á þroskann

Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp.

Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi

Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för.

Samskip semur í Asíu

Japanska umboðs- og flutningafélagið Interocean Shipping Corporation hefur tekið að sér að vera umboðsaðili Samskipa í Japan. Þar er sagður vera einhver umsvifamesti og mikilvægasti kæli- og frystivöruflutningsmarkaður í heiminum og Samskip þar með hafa styrkt stöðu sína enn frekar á þeim markaði.

Fagna fimm ára afmæli

Háskóli Íslands blés til mikillar veislu í síðustu viku. Tilefnið var fimm ára afmæli MBA-náms á Íslandi sem Háskóli Íslands reið á vaðið með haustið 2000. Útskrifuðum og núverandi MBA-nemum var boðið til veislunnar.

Fótanudd og fjárfestingar

Þessa dagana lítur út fyrir að enginn sé maður með mönnum nema hann eigi fjárfestingarfélag eða fjárfestingarbanka, helst hvort tveggja. Þessi misserin spretta bankar upp eins og gor­kúlur á haug og vonandi að þessi þróun verði til þess að vel ári um langa framtíð í hagkerfinu.

Forstjórinn sest í stjórn

Sjálfkjörið er í stjórn Actavis Group en aðalfundur félagsins fer fram í dag. Stjórnarformaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson tekur þar sæti ásamt þeim Andra Sveinssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Sindra Sindrasyni. Þá vekur það töluverða athygli að fimmti stjórnarformaðurinn er enginn annar en Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.

Norðmenn vilja lífrænt

Sala lífrænt vottaðrar matvöru hefur aukist til mikilla muna í Noregi og spurning hvort það sama á við víðar. Á sameiginlegum vef landbúnaðarstofnana (landbunadur.is) kemur fram að mest aukning hafi orðið í sölu á „lífrænum“ barnamat, eftirréttum og sælgæti.

Reynt hefur á þanþol hagstjórnarinnar

Forsætisráðherra hafnar túlkunum á nýrri hagspá Seðlabankans í þá veru að hörð lending sé um það bil að eiga sér stað í efnahagslífinu. Þá segir hann ekki annað á boðstólum en að viðhalda krónunni sem gjaldmiðli, hvað sem síðar kunni að verða.

Litháen er Ítalía Eystrasaltsins

Áhugi Söndru Bruneikaité á norrænni menningu og tungumálum leiddi hana til Íslands um síðustu aldamót. Hún hafði hlotið styrk til að nema íslensku við Háskóla Íslands frá íslenska menntamálaráðuneytinu. Þegar hún hafði lokið tveimur önnum, og styrkurinn uppurinn, tók hún ákvörðun um að verða um kyrrt. Tveimur árum síðar útskrifaðist hún með BA-próf í íslensku.

Stórt skref stigið í samrunaferlinu

Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange.

Búist við lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að Moody's Investors Service lækki lánshæfismat íslensku bankanna í dag. Moodys var gagnrýnt í febrúarmánuði þegar það kynnti breytta aðferðarfræði við mat banka. Þá hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða í Aaa.

Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag.

Festa skilaði 18,8 prósenta ávöxtun

Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs var 18,8 prósent á árinu 2006, sem jafngildir 11,3 prósenta raunávöxtun. Í árslok 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmir 48,6 milljarðar og hækkaði hún um 23,4 prósent á milli ára. Stjórn lífeyrissjóðsins mun á næsta aðalfundi leggja til að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði aukin um 4 prósentum frá og með 1. janúar á þessu ári.

Eignastaða heimilanna aldrei betri

Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu 1.325 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu skuldir við innlánsstofnanir 708 milljónum króna. Þetta er 241 milljón meira en heimilin skulduðu við árslok árið 2005. Greiningardeild Glitnis segir hreina eignastöðu heimilanna aldrei hafa verið betri en nú.

Kjarrhólmi eignast 37 prósent í TM

Kjarrhólmi hefur keypt alla eignarhluti Fjárfestingarfélagsins Grettis og Landsbankans í TM, alls 35,37 prósent. Kjarrhólmi eignaðist til viðbótar 2,2 prósenta hlut og fer því með 37,57 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Kaupverð allra bréfanna nam tæpum 19,4 milljörðum króna.

Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu

Eimskip opnar aðra skrifstofu sína í Genúa á Ítalíu í dag, 2. apríl. Opnun skrifstofunnar er liður í markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu og miðast að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðsnúningur hjá Nýsi

Fasteignafélagið Nýsir hf og dótturfélög þess skiluðu 450,6 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við 1.623 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta ástæðan eru gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi, að því er segir í uppgjöri félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir