Viðskipti innlent

Málþing um traust og trúverðugleika

Framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Edelman í Evrópu mun halda erindi á  málþingi um traust og trúverðugleika í Salnum í byrjun maí.
Framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Edelman í Evrópu mun halda erindi á málþingi um traust og trúverðugleika í Salnum í byrjun maí.

Alþjóðleg könnun almannatengslafyrirtækisins Edelman á trausti og trúverðugleika verður kynnt í fyrsta skipti hér á landi á málþingi í Salnum í Kópavogi 3. maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, David Brain, mun kynna niðurstöður nýjustu könnunarinnar og þróun síðustu ára.

Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla, David Brain, framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknastjóri Capacent, flytja erindi á málþinginu en að því loknu verða pallborðsumræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×