Viðskipti innlent

Mótmæla uppboði á tollkvótum

Samtök verslunar og þjónustu mótmæla því að frítollakvótar vegna innflutnings kjöts og osta skuli hafa verið boðnir upp og seldir fyrir rúmar 430 milljónir króna. Fullyrða samtökin að ef almennir kvótar vegna sömu vara verða boðnir upp í júní og seljast á svipuðu verði og í fyrra gæti ríkið haft um sex hundruð milljónir króna í tekjur af kvótasölu vegna þessara vara í ár.

Þetta er andstætt yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um lækkun matvöruverðs og hugmyndum um frítollakvóta, segir í tilkynningu frá samtökunum.

Samtökin kalla eftir breyttum aðferðum við úthlutun tollkvóta. Jafnframt að hugmyndir þeirra um úthlutun með hlutkesti eða úthlutun miðað við markaðshlutdeild umsækjenda verði skoðaðar. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að aðferðir ríkisins við úthlutun tollkvóta haldi áfram að stuðla að hærra vöruverði í landinu. -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×