Viðskipti innlent

Tryggir starfshætti tryggingasala

Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME.
Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME.

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum um leiðbeinandi tilmæli um starfshætti vátryggingasölumanna, miðlara, umboðsmanna og vátryggingafélaga. Þar er meðal annars reynt að tryggja nákvæmni upplýsinga og koma í veg fyrir ósanngjarnar fullyrðingar sölumanns vátryggingafélaga í garð annarra tryggingafélaga.

Í skjalinu er lögð áhersla á að ráðgjöf vátryggingasölumanns sé í samræmi við þarfir viðskiptavinarins og að hann gæti þess að fara ekki með ónákvæmar upplýsingar.

Þá er áhersla lögð á mikilvægi upplýsingaskyldu vátryggingasölumanna sem skulu eftirleiðis upplýsa um mikilvægustu atriði tryggingaskilmála, takmarkanir, undantekningar og reglur sem geta orðið til hækkunar eða lækkunar iðgjalda.  Loks er lögð áhersla á að vátryggingasölumaður skýri vátryggingartaka frá þeim ástæðum sem liggja að baki ráðleggingum hans, að sögn FME.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×