Fleiri fréttir

Promens lýkur kaupum á Polimoon

Promens hf., dótturfyrirtæki Atorku hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA. Gert er ráð fyrir að kaupunum verði lokið þann 28. desember næstkomandi.

Óbreytt verðbólga innan EES

Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands.

Með skrifstofur í fimm löndum

Fjárfestingarbankinn Askar Capital hefur starfsemi um næstu áramót. Bankinn verður með höfuðstöðvar í Reykjavík, en skrifstofur í Lúxemborg, Lundúnum, Búkarest og Hong Kong að auki. Bankinn starfar á vettvangi fyrirtækja og stórviðskipta, en sinnir ekki einstaklingsviðskiptum, þ.e. svokallaðri heildsölubankastarfsemi.

FL fer úr Straumi með Finnair í farteskinu

Straumur-Burðarás, Samvinnutryggingar og aðrir fjárfestar kaupa 22,6 prósenta hlut í Straumi af FL Group fyrir 42 milljarða króna. FL fær peninga, hlutabréf í Finnair og hefur bolmagn til að ráðast í 200 milljarða verkefni.

FL Group með mikla fjárfestingagetu

FL Group situr uppi með mikla fjárfestingagetu eftir að sala á 22,6 prósenta hlut félagsins í Straumi-Burðarási var samþykkt í morgun. Greiningardeild Glitnis segir að þrátt fyrir að hlutirnir séu seldir með tapi þá hafi félagið náð að auka hlutafé á yfirverði á erfiðum hlutafjármarkaði í sumar.

Samskiptamiðstöð ekki í frjálsri samkeppni

Samkeppniseftirlitinu telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna erindis frá félaginu Hröðum höndum, sem mælti yrði um fjárhagslegan aðskilnað samkvæmt 14. gr. samkeppnislaga innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Staðfest að brotið var á Mjólku

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá 13. október um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku.

Miklar sveiflur á 365 og Teymi

Gengi 365 hækkar um rúm fjörutíu prósent í desember. Kaupréttarsamningar forstjóra 365 og Teymis hafa hækkað um tugi milljóna króna.

Straumur selur í Artumas

Straumur-Burðarás hefur selt allan sinn hlut í kanadíska orkufyrirtækinu Artumas Group sem er skráð í Kauphöllina í Ósló. Um sex prósenta hlut var að ræða sem hægt er að meta á rúmlega 600 milljónir króna.

Líflegur upphafsdagur Icelandair

Áhersla verður lögð á frekari vöxt fyrirtækisins, segir stjórnarformaður Icelandair Group Holding. Forstjórinn tók sprettinn úr Kauphöllinni í beina útsendingu hjá Bloomberg-fréttaveitunni.

FL Group tryggir sér frekari fjármögnun

Félagið hefur fengið aðgang að 92 milljörðum á árinu. FL Group hefur samið um þriggja ára fjármögnun við Barclays Capital og fær með samningnum aðgang að 37 milljarða króna lánsfé.

Starfsemi IG í Maryland lögð af

Icelandic USA, dótturfélag Icelandic Group, ætlar að loka verksmiðju sinni í Cambridge í Maryland. Í verksmiðjunni fara á milli þrjátíu og fjörutíu prósent af framleiðslu Icelandic.

Dagsvelta yfir 12 hundruð milljónum

Lífleg viðskipti voru með Icelandair Group Holding á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni. Félagið hækkaði um 2,2 prósent frá útboðsgengi til fjárfesta og kostaði hluturinn 27,6 krónur í lok gærdags.

Peningaskápurinn

Framkvæmdastjóri House of Fraser, John King, fékk í gær afhentar tvær fjörutíu og fjögurra blaðsíðna skýrslur fullar af athugasemdum, aðra fyrir sig sjálfan og hina handa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs.

Olíuverð hækkaði um rúman dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp í dag í kjölfar þess að aðildarríki OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, ákváðu að minnka olíuframleiðslu ríkjanna um allt að hálfa milljón olíutunna á dag frá og með febrúar á næsta ári. Heildarsamdrátturinn á árinu nemur 1,7 milljónum tunna á dag.

FL Group fær allt að 37 milljarða

FL Group hefur skrifað undir þriggja ára samning við breska bankann Barclays Capital um allt að 400 milljóna evra fjármögnun. Þetta jafngildir til tæplega 37 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. FL Group fengið aðgang að ríflega 1 milljarði evra eða um 92 milljörðum íslenskra króna það sem af er árs fyrir tilstilli virtra alþjóðlegra bankastofnana.

Forstjóri Icelandair í viðtali á Bloomberg

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group Holding, sagði í viðtali í beinni útsendingu á Bloomberg sjónvarpsstöðinni í dag, skömmu eftir skráningu flugfélagsins í Kauphöll Íslands, að sveigjanleiki Icelandair skipti félagið miklu máli enda væri það mikilvægur lykill að velgengni flugfélaga.

Icelandic Group lokar verksmiðju í Bandaríkjunum

Icelandic USA Inc., dótturfélag Icelandic Group hf., ætlar að loka verksmiðju sinni í Cambridge, Maryland fyrir lok næsta árs. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að félagið getur sinnt allri framleiðslu og dreifingu fyrirtækisins í verksmiðju sinni og í nýlegri dreifingarmiðstöð sem í Newport News í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Icelandair Group á markað í dag

Icelandair Group Holding hf. verður skráð í Kauphöll Íslands í dag, fyrst íslenskra félaga eftir að hún varð hluti af OMX-kauphöllunum. Félagið, sem var í eigu FL Group hf., var selt nýjum kjölfestufjárfestum, starfsmönnum og almenningi og er því aftur komið á markað sem félag í svipuðum rekstri og fyrirrennari þess, Flugleiðir hf.

Hagvöxtur er mun minni en áður var gert ráð fyrir

Sérfræðingar eru bjartsýnni á stöðu efnahagsmála eftir birtingu nýjustu talna um hagvöxt. Greiningardeildir bankanna eru samt ekki á einu máli um væntanlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Þeir spá núll til 50 punkta hækkun.

Eignir lífeyrissjóða aukast

Eignir lífeyrissjóðanna voru komnar í 1.425 milljarða króna í lok október samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Þetta var níu milljarða aukning milli mánaða eða 0,6 prósenta hækkun.

CCP verður útskrifað í janúar

CCP verður útskrifað úr samtökum sprotafyrirtækja (SSP) eftir að velta félagsins fór yfir einn milljarð króna á þessu ári. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að sprotafyrirtæki sé skilgreint sem fyrirtæki er hafi veltu undir einum milljarði króna og býst við útskriftarathöfn í janúar.

ANZA kaupir af ICEconsult

Fyrirtækin ICEconsult og ANZA hf. hafa gert með sér samkomulag um innleiðingu þjónustu- og gæðakerfisins Stjóralausna frá ICEconsult hjá ANZA.

Actavis vill kaupa Antibiotice

Actavis hefur sent rúmensku ríkisstjórninni bréf þess efnis að félagið hafi áhuga á að kaupa 53 prósenta hlut ríkisins í samheitalyfjafyrirtækinu Antibiotice. Fyrirtækið hefur níu prósenta markaðshlutdeild í Rúmeníu. Fyrir hefur Actavis sjö prósenta markaðshlutdeild á rúmenska samheitalyfjamarkaðnum eftir kaup á lyfjafyrirtækinu Sindan í mars síðastliðnum.

Lækkað verðmat á Össur

Verðmatsgengi á stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur verið lækkað úr 132,4 krónum á hlut í 125,0 krónur. Verðmatsgengið er talsvert yfir markaðsgengi en greiningardeild Glitnis ráðleggur fjárfestum að kaupa bréf í félaginu horfi þeir til langs tíma.

Kýr rokseljast

Þó nokkuð er um að kýr gangi kaupum og sölum um þessar mundir. Í viðtali Bændablaðsins við Jóhannes Símonarson héraðsráðunaut kemur fram að eftirspurn eftir þjónustu Kúatorgs Búnaðarsambands Suðurlands, þangað sem bændum gefst kostur á að leita ef þeir hyggjast kaupa eða selja kýr, hafi ekki verið ýkja mikil.

Benda á veiku blettina hjá fyrirtækjum

Á annað þúsund fyrirtæki gætu orðið gjaldþrota eða fengið á sig árangurslaust fjárnám innan tólf mánaða gangi spár LT-skors Lánstrausts eftir. Upplýsingar úr ársreikningaskrá og vanskilaskrá eru veigamestu upplýsingarnar við útreikninga á ógjaldfærni.

Glæsilegt afmæli

Bakkabræður stóðu í ströngu um helgina, því þeir buðu til veglegrar veislu. Tilefnið var enda ærið, því fyrirtæki þeirra bræðra, Bakkavör, er tvítugt um þessar mundir.

FME semur um eftirlit Mön

Fjármálaeftirlitið undirritaði á mánudag samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES.

Fimm þúsund manns hjá Sko

Símafyrirtækið Sko hefur á undanförnum mánuðum náð góðri fótfestu á íslenska símamarkaðnum. Um fimm þúsund manns eru nú í viðskiptum við félagið sem er vel umfram þau markmið sem stjórnendur félagsins settu sér í upphafi.

Áburðarverð hækkar

Gera má ráð fyrir að bændur greiði nú um tvö hundruð þúsund krónum meira á ári fyrir áburðinn en þeir gerðu í fyrra. Könnun sem Búnaðarsamband Suðurlands lét gera nýverið og Bændablaðið segir frá leiðir í ljós að áburðarverð hefur hækkað verulega milli ára. Er hækkunin á bilinu tíu til sautján prósentum.

Mannabreytingar hjá Eimskipi

Heiðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri starfsþróunar- og samskiptasviðs Eimskips, auk þess sem hún sinnir lögfræðilegum verkefnum.

Aflaverðmæti eykst

Heildarafli íslenskra skipa var 105 þúsund tonn í síðasta mánuði en það er ríflega sex þúsund tonnum og sex prósentum meira en fyrir ári. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nemur 1.251 þúsund tonni það sem af er árs en það er 22 prósenta samdráttur á milli ára.

Selja stofnfé fyrir fimmtán milljarða

SPRON, SPV og SpKef vilja auka stofnfé sem styrkir eiginfjárstöðu sparisjóðanna. Heildarstofnfé í sparisjóðakerfinu nam sjö milljörðum um síðustu áramót.

Nýjar reglur losa um peninga

Stærri fjármálafyrirtæki kunna að geta losað um töluverða fjármuni í rekstri sínum eftir að um áramót taka gildi nýjar alþjóðlegar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja gildi. Reglurnar byggja á svonefndum Basel II staðli.

Engar breytingar á Úrvalsvísitölunni

Engar tilfærslur urðu á félögum inn eða út úr nýrri Úrvalsvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní á næsta ári. Sömu fimmtán félög og skipuðu eldri Úrvalsvísitölu sitja því sem fastast áfram.

Gnúpur kaupir og selur í FL

Fjárfestarnir Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.

Myntráð án myntar - leiðin inn í evruna?

Umræða um framtíð krónunnar sem gjaldmiðill landsins hefur verið áberandi á þessu ári og forsvarsmenn stærri fyrirtækja á markaði gjarnan bent á að hún standi í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér.

Fiskiverðið lækkaði

Meðalverð fyrir fisk á mörkuðum landsins lækkaði um 4,7 prósent í síðustu viku frá vikunni á undan. Alls seldust tæp 2.100 tonn á mörkuðunum og var meðalverðið 169,37 krónur á kíló sem er 8,33 króna lækkun á milli vikna. Verðið hefur lækkað talsverð síðustu vikurnar frá því það stóð í hæstu hæðum á haustdögum.

Evran án aðildar að ESB

Peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill kann að vera leið sem hentar hér á landi, segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Hann stingur upp á því að hugað verði að vænleika þessarar leiðar, en með henni yrði tekið hér upp myntráð og vaxtaákvarðanir yrðu hér áfram sjálfstæðar að því marki að ákvörðunarvaldið lægi hjá Seðlabanka Íslands.

Verðmæti flaka jókst um 30%

Samanlagt útflutningsverðmæti fyrir fersk þorsk- og ýsuflök nam 10 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þetta er 30 prósenta aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum Landssambands smábátaeigenda.

Seðlabankinn þegir í tvær til þrjár vikur

Erlend ásókn í upplýsingar hefur knúið Seðlabankann til að setja reglur um þagnartímabil fyrir vaxtaákvarðanir. Greiningardeildir spá 25 til 50 punkta hækkun næst.

Alfesca selur höfuðstöðvar

Alfesca hefur gengið frá sölu á fasteign félagsins að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar félagsins hafa verið þar til húsa en húsnæðið var á sínum tíma hannað og byggt utan um saltfiskstarfsemi félagsins á Íslandi. Það var því orðið óhentugt fyrir starfsemi Alfesca í dag.

Sjá næstu 50 fréttir