Líflegur upphafsdagur Icelandair 15. desember 2006 06:30 Skálað fyrir skráningu í Kauphöll. Magnús Harðarson forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands, Finnur Ingólfsson stjórnarformaður Icelandair, Jóhann Magnússon og Helgi Sigurður Guðmundsson stjórnarmenn í Icelandair og Páll Harðarson forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallarinnar. MYND/GVA Áhersla verður lögð á frekari vöxt fyrirtækisins, segir stjórnarformaður Icelandair Group Holding. Forstjórinn tók sprettinn úr Kauphöllinni í beina útsendingu hjá Bloomberg-fréttaveitunni. Icelandair Group Holding hf. er fyrsta íslenska félagið til að skrá bréf sín í Kauphöll Íslands eftir að hún varð hluti af OMX Nordic Exchange. Viðskipti hófust með bréf félagsins í gær. „Svolítið merkilegt er að vera nýjasta fyrirtækið á markaði, en um leið eitt af þeim elstu í landinu," sagði Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, við skráningu félagsins. Heildarhlutafé Icelandair Group Holding er einn milljarður en alls voru 185 milljón hlutar seldir almenningi, starfsmönnum og fagfjárfestum í nýlega afstöðnu útboði. Virði félagsins miðað við útboðsgengi var því 27 milljarðar króna. Félagið var selt nýjum kjölfestufjárfestum, starfsmönnum og almenningi og því aftur komið á markað sem félag í svipuðum rekstri og fyrirrennari þess Flugleiðir hf. sem var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992. „Flugleiðir voru áttunda félagið sem hér var skráð á markað og mikið vatn runnið til sjávar frá þeim tíma," sagði Páll Harðarson, forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallarinnar, þegar hann bauð félagið velkomið. Sem dæmi benti hann á að uppreiknað markaðsvirði félaga í Kauphöllinni á þeim tíma hafiu ekki numið nema um 17 milljörðum króna, en í dag nemur markaðsvirði skráðra félaga um 2.600 milljörðum króna. Páll benti á að í nýafstöðnu útboði hafi komið í ljós áhugi erlendra fjárfesta á Icelandair. Á lista yfir 10 stærstu hluthafa eru tveir erlendir bankar og um sex prósent félagsins eru í erlendri eigu. „Við höldum að með þeim breytingum sem eiga sér stað með inngöngu Kauphallarinnar í OMX Nordic Exchange muni slíkur áhugi enn aukast." Jón Karl sagði félagið mikið hlakka til verunnar í Kauphöllinni. „Okkur telst til að við séum fyrsta félagið úr ferðaþjónustugeiranum sem er að koma inn aftur og teljum mjög mikilvægt að ferðaþjónustan sem hér hefur verið vaxandi atvinnugrein eigi í Kauphöllinni verðugan fulltrúa. Við ætlum að gera okkar besta til að sjá til þess að þetta fyrirtæki blómstri og verði hér flottasta fyrirtækið á markaði, að minnsta kosti í þessum geira," sagði hann rétt áður en viðskipti hófust í gær. Jón Karl gat þó ekki staðldrað lengi við í Kauphöllinni því hann þurfti að vera mættur í Útvarpshúsið klukkan hálfellefu um morguninn þar sem búið var að koma á beinum hlekk yfir gervihnött þannig að hann gæti verið í beinni útsendingu í viðtali við Bloomberg viðskiptafréttaveituna. „Áhugi á íslensku viðskiptalífi er miklu meiri en verið hefur," sagði hann á hlaupum í útsendinguna og bætti við að vissulega fylgdi því ábyrgð um leið og tækifæri. Ekki var að sjá í útsendinunni að forstjórinn hafi verið á síðustu stundu þegar hann sallarólegur svaraði spurningum og kvaðst hæstánægður með upphaf viðskipta og nýafstaðið útboð. Hann benti á að félagið hafi vaxið hratt síðustu ár og útskýrði að skipulag félagsins hefði gert því kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum í flugheimnum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum haustið 2001. „Í raun hafa síðustu þrjú til fjögur ár verið þau farsælustu í sögu félagsins," benti hann á, en á sama tíma hafa mörg erlend flugfélög átt í erfiðleikum. Benti hann á að hæfileikinn til að laga sig að breyttum rekstraraðstæðum væri mikilvægur fyrirtækjum í fluggeiranu. Icelandair segir Jón Karl bæði geta vaxið hratt, eða dregið hratt saman seglin, ef á þyrfti að halda. „Við stefnum á vöxt, en enga byltingu," segir Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group Holding og telur tækifæri nóg. Félagið ætli sér til að mynda vænan hlut í aukningu ferðamanna sem spáð hafi verið um leið og það vinni að því að sú spá rætist. „Ferðaiðnaður er vaxtargrein í heiminum og við ætlum að leggja okkar að mörkum í að byggja undir íslensk fyrirtæki í að geta vaxið með góðum samgöngum til landsins," segir hann og bendir á að þótt Icelandair sé kannski ekki stærsta útrásarfyrirtækið þá sé það það fyrsta. „Samgöngurnar sem félagið býður milli Íslands og annarra landa er auðvitað grunnurinn að þeim árangri sem útrásarfyrirtækin hafa verið að ná. Alveg klárt er að félagið og eigendur þess eiga skildum að gegna í þeim efnum." olikr@frettabladid.is Páll Harðarson forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallar Íslands og Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis fylgjast með Finni Ingólfssyni stjórnarformanni og Jóni Karli Ólafssyni forstjóra Icelandair takast í hendur eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í gærmorgun. MYND/GVA . Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair tekur við blómum úr hendi Páls Harðarsonar hjá Kauphöllinni. MYND/GVA . Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Áhersla verður lögð á frekari vöxt fyrirtækisins, segir stjórnarformaður Icelandair Group Holding. Forstjórinn tók sprettinn úr Kauphöllinni í beina útsendingu hjá Bloomberg-fréttaveitunni. Icelandair Group Holding hf. er fyrsta íslenska félagið til að skrá bréf sín í Kauphöll Íslands eftir að hún varð hluti af OMX Nordic Exchange. Viðskipti hófust með bréf félagsins í gær. „Svolítið merkilegt er að vera nýjasta fyrirtækið á markaði, en um leið eitt af þeim elstu í landinu," sagði Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, við skráningu félagsins. Heildarhlutafé Icelandair Group Holding er einn milljarður en alls voru 185 milljón hlutar seldir almenningi, starfsmönnum og fagfjárfestum í nýlega afstöðnu útboði. Virði félagsins miðað við útboðsgengi var því 27 milljarðar króna. Félagið var selt nýjum kjölfestufjárfestum, starfsmönnum og almenningi og því aftur komið á markað sem félag í svipuðum rekstri og fyrirrennari þess Flugleiðir hf. sem var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992. „Flugleiðir voru áttunda félagið sem hér var skráð á markað og mikið vatn runnið til sjávar frá þeim tíma," sagði Páll Harðarson, forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallarinnar, þegar hann bauð félagið velkomið. Sem dæmi benti hann á að uppreiknað markaðsvirði félaga í Kauphöllinni á þeim tíma hafiu ekki numið nema um 17 milljörðum króna, en í dag nemur markaðsvirði skráðra félaga um 2.600 milljörðum króna. Páll benti á að í nýafstöðnu útboði hafi komið í ljós áhugi erlendra fjárfesta á Icelandair. Á lista yfir 10 stærstu hluthafa eru tveir erlendir bankar og um sex prósent félagsins eru í erlendri eigu. „Við höldum að með þeim breytingum sem eiga sér stað með inngöngu Kauphallarinnar í OMX Nordic Exchange muni slíkur áhugi enn aukast." Jón Karl sagði félagið mikið hlakka til verunnar í Kauphöllinni. „Okkur telst til að við séum fyrsta félagið úr ferðaþjónustugeiranum sem er að koma inn aftur og teljum mjög mikilvægt að ferðaþjónustan sem hér hefur verið vaxandi atvinnugrein eigi í Kauphöllinni verðugan fulltrúa. Við ætlum að gera okkar besta til að sjá til þess að þetta fyrirtæki blómstri og verði hér flottasta fyrirtækið á markaði, að minnsta kosti í þessum geira," sagði hann rétt áður en viðskipti hófust í gær. Jón Karl gat þó ekki staðldrað lengi við í Kauphöllinni því hann þurfti að vera mættur í Útvarpshúsið klukkan hálfellefu um morguninn þar sem búið var að koma á beinum hlekk yfir gervihnött þannig að hann gæti verið í beinni útsendingu í viðtali við Bloomberg viðskiptafréttaveituna. „Áhugi á íslensku viðskiptalífi er miklu meiri en verið hefur," sagði hann á hlaupum í útsendinguna og bætti við að vissulega fylgdi því ábyrgð um leið og tækifæri. Ekki var að sjá í útsendinunni að forstjórinn hafi verið á síðustu stundu þegar hann sallarólegur svaraði spurningum og kvaðst hæstánægður með upphaf viðskipta og nýafstaðið útboð. Hann benti á að félagið hafi vaxið hratt síðustu ár og útskýrði að skipulag félagsins hefði gert því kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum í flugheimnum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum haustið 2001. „Í raun hafa síðustu þrjú til fjögur ár verið þau farsælustu í sögu félagsins," benti hann á, en á sama tíma hafa mörg erlend flugfélög átt í erfiðleikum. Benti hann á að hæfileikinn til að laga sig að breyttum rekstraraðstæðum væri mikilvægur fyrirtækjum í fluggeiranu. Icelandair segir Jón Karl bæði geta vaxið hratt, eða dregið hratt saman seglin, ef á þyrfti að halda. „Við stefnum á vöxt, en enga byltingu," segir Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group Holding og telur tækifæri nóg. Félagið ætli sér til að mynda vænan hlut í aukningu ferðamanna sem spáð hafi verið um leið og það vinni að því að sú spá rætist. „Ferðaiðnaður er vaxtargrein í heiminum og við ætlum að leggja okkar að mörkum í að byggja undir íslensk fyrirtæki í að geta vaxið með góðum samgöngum til landsins," segir hann og bendir á að þótt Icelandair sé kannski ekki stærsta útrásarfyrirtækið þá sé það það fyrsta. „Samgöngurnar sem félagið býður milli Íslands og annarra landa er auðvitað grunnurinn að þeim árangri sem útrásarfyrirtækin hafa verið að ná. Alveg klárt er að félagið og eigendur þess eiga skildum að gegna í þeim efnum." olikr@frettabladid.is Páll Harðarson forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallar Íslands og Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis fylgjast með Finni Ingólfssyni stjórnarformanni og Jóni Karli Ólafssyni forstjóra Icelandair takast í hendur eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í gærmorgun. MYND/GVA . Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair tekur við blómum úr hendi Páls Harðarsonar hjá Kauphöllinni. MYND/GVA .
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent