Viðskipti innlent

Straumur heldur sinni stefnu Björgólfur Thor fagnar komu útlendinga að Straumi.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Líst vel á aðkomu nýrra fjárfesta að Straumi.
Björgólfur Thor Björgólfsson Líst vel á aðkomu nýrra fjárfesta að Straumi.

Björgólfur Thor Björgólfsson telur að kaup Straums og fleiri fjárfesta á bréfum FL Group í Straumi breyti ekki miklu að því sem snýr að starfsemi Straums.

„Félagið hefur verið að vinna að öflugu og góðu uppbyggingarstarfi og það hefur haldið áfram. Við viljum markvisst auka við erlenda starfsemi okkar og það er lykilverkefni fyrir okkur árin 2007 og 2008.“ Ef hentug tækifæri komi til að taka yfir önnur félög þá muni stjórnendur skoða þau gaumgæfilega.

Viðskiptin slá hins vegar á þær sögusagnir að uppi hafi verið deilur og læti innan stjórnar félagsins sem eigi sér engar stoðir í raunveruleikanum, að sögn Björgólfs.

Hann fagnar aðkomu nýrra hluthafa að félaginu sem hafi mikla þýðingu. Meðal nýrra fjárfesta eru Samvinnutryggingar en félagið hefur ekki áður komið að Straumi áður. Einnig eru það góð teikn að fá inn í Straum tvo bandaríska fagfjárfesta sem eignast tveggja prósenta hlut. „Vonandi getum við fengið fleiri útlendinga að með tímanum. Það er mjög góður gæðastimpill að hafa fjölbreyttan hóp útlendinga, einkum fyrir banka sem ætlar að sækja út alþjóðlega.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×