Fleiri fréttir

Opna í Svíþjóð

Samskip hafa opnað þriðju söluskrifstofuna í Svíþjóð, en hún er í Helsingjaborg. Hinar skrifstofurnar eru í Gautaborg og Varberg. Söluskrifstofur Samskipa eru við þetta orðnar 56 talsins í fjórum heimsálfum, auk umboðsmanna víða um heim.

Ef að fjandans ellin köld

Konungur dansks viðskiptalífs er án efa skipakóngurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller sem byggði upp stórveldi í Danaveldi. Sá gamli fæddist 1913 og því kominn á tíræðisaldur.

Verðbólgumarkmið næst á nýju ári

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að verðbólga lækki hratt á næsta ári og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á seinni hluta næsta árs.

Kaup DM á Dreifingarmiðstöðinni háð skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur athugað kaup félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga og náð samkomulagi við DM um ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir óheppileg áhrif af samruna fyrirtækjanna.

Kristinn og Magnús flytja bréf í Gnúp

Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag, sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhanessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.

Fjármálaeftirlitið gerir saming við Mön

Fjármálaeftirlitið hefur gert samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES. Samninginn er kominn til vegna starfsemi dótturfélaga Kaupthing Singer & Friedlander á Mön.

Landsbankinn sótti 18 milljarða til Kanada

Landsbankinn hefur lokið við 300 milljón kanadadollara skuldabréfaútgáfu í Kanada, eða sem nemur ríflega 18 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er á föstum vöxtum í Kanada á gjalddaga í janúar 2010.

Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum

Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta.

Peningakápurinn… Ólögmætur opnunartími

Verslun er komin á blússandi siglingu fyrir jólin og þyngist með hverjum deginum sem líður. Nú bregður svo við að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, hafa ákveðið að stytta opnunartímann fyrir jólin með því að hefja kvöldopnun síðar en oftast áður.

Nýtt flugfélag á Akureyri

Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, var stofnað á Akureyri í dag en hefur starfsemi næsta vor. Stofnendur eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Fjárfestingar ehf. Hlutafé er 50 milljónir króna.

Samruni SPV og SH samþykktur

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Sparisjóðs vélstjóra, SPV og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH. Stofnfjáreigendur beggja sjóðanna samþykktu samrunann fyrir réttri viku. Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjórar sameinaðs sparisjóðs, segja að við sameininguna verði til „mjög öflugt fjármálafyrirtæki.“

Glitnir spáir hækkun stýrivaxta

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í næstu viku. Greiningardeild Glitnir spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1 prósent á milli mánaða og muni verðbólga mælast 7 prósent. Deildin spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 25 punkta 21. desember næstkomandi en segir það verða endirinn á hækkanaferli bankans.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 44,6 milljarðar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru um 600 milljónir króna til leiguíbúðalána. Almenn útlán sjóðsins námu því um 4,1 milljörðum króna sem er um 3% aukning á milli mánaða. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum króna.

Peningaskápurinn ... Milljarður í húfi

Þeir sem urðu vitni að síðustu mínútunum í leik Porto og Arsenal í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hljóta að hafa getað skemmt sér betur í lyftu.

Kaupþing spáir einni breytingu á Úrvalsvísitölunni

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir óbreyttri skipan 15 stærstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrri helmingi næsta árs. Einu breytinguna segir deildin vera þá að Atlantic Petroleum muni víkja fyrir Icelandic Group.

Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar

Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa. Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs.

Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði

Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna.

Fötin í jólaköttinn

Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti.

Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði.

Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi

Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra.

Vöruskipti óhagstæð um 13 milljarða í október

Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13 milljarða krónur í nóvember samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er 2 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Aukinn vöruskiptajöfnuð má rekja til sveiflna í olíuinnflutningi.

Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu

Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Framtíðin björt að refsingu afstaðinni

Eftir uppstokkun og endurskipulagningu er Teymi til í slaginn í hörðu samkeppnisumhverfi íslenskra fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækja. Óli Kristján Ármannsson hitti Árna Pétur Jónsson, forstjóra Teymis, að máli í höfuðstöðvum félagsins í Skútuvogi í

Fjármálalæsi er tæki sem nýtist í lífinu

Það er mál manna að fjármálalæsi hér á landi er ábótavant. En hvað er til ráða? Skólar og samtök hafa lagst á eitt að auka fjármálalæsi unglinga til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir skilji eftir sig skuldaslóð. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynnti sé

Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi

Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa.

Eru með Corbis á sínum snærum

Íslenska ljósmyndaumboðsstofan IPA (Icelandic photo agency) er orðin umboðsaðili Corbis á Íslandi. Sigurður Jökull Ólafsson ljósmyndari, sem er í forsvari fyrir IPA, segir umboðið þegar tekið að auka hjá ljósmyndaumboðsstofunni viðskiptin, en áður hafi nokkuð verið um að menn keyptu beint af Corbis í útlöndum.

Exista í Viðskiptablaðið?

Eins og komið hefur fram á bloggsíðum verður Viðskiptablaðið brátt dagblað sem kemur út fjórum til fimm sinnum í viku. Leitað hefur verið til ýmissa fjárfesta, þar á meðal Baugs og Björgólfsfeðga, um að koma að verkefninu.

Öflugir á höfuðborgarsvæðinu

Ellefu mánuðir liðu frá því óformlegar viðræður hófust um sameiningu SPH og SPV þar til að stofnfjáreigendur gáfu grænt ljós fyrir sitt leyti. Stjórnendur nýja sjóðsins segja að hann anni mun meira umfangi miðað við stöðu auk þess sem nýting fjármagns verði betri og lánskjör batni. Eggert Þór Aðalsteinsson kynnti sér málið.

Pfaff snýr aftur til uppruna síns

Pfaff-Borgarljós hefur breytt um nafn og heitir nú aftur Pfaff eins og fyrirtækið hét allt frá stofnun árið 1929 fram til ársins 2002. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Pfaff, sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur sögu eins elsta fjölskyldufyrirtækis landsins.

Upp fyrir SPRON

Miklar breytingar voru kynntar hjá Icebank, áður Sparisjóðabankanum, fyrir skömmu þar sem boðaður var mikill vöxtur bæði innan- og utanlands. Jafnframt verður bankinn skráður í Kauphöllina í síðasta lagi árið 2008.

Svartur listi FATF tómur

Til eru samtök sem bera heitið The Financial Action Task Force (eða FATF, sem hljómar eins og heimsyfirráðasamtök úr Bond-mynd) og eru samtök um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og að fjármálakerfið sé misnotað í þeim tilgangi.

Viðskiptahallinn nærri tvöfaldast á milli ára

Viðskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 80,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þessar árs samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að viðskiptahallinn á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 205 milljarðar króna sem er nærri því tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra þegar hann var 103 milljarðar

Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi.

Sensex í nýjum methæðum

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn.

Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair

Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu.

Actavis hækkar hlutafé vegna kaupréttarsamninga

Stjórn Actavis Group hf. ákvað á föstudag í síðustu viku, 1. desember síðastliðinn, að nýta heimild sína til hækkunar hlutafjár til að mæta skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga við starfsmenn.

Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham

Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda.

Teymi semur um endurfjármögnun

Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur.

Lánshæfi staðfest

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Bankinn er með langtímaeinkunn BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháða einkunn C/D, og svokölluð stuðningseinkunn er 3.

Föroya Sparikassi á Euroland

Föroya Sparikassi Group, sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, er fyrsta óskráða fyrirtækið sem fær aðild að sænsku fjármálaveitunni Euroland.com.

OMX tekur við rekstri Kauphallar Íslands í dag

OMX kauphallarsamstæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætting við aðrar kauphallir OMX.

Fólki fjölgar í fjármálageira

Í árslok 2005 voru stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfélög) 4.548 talsins og fjölgaði þeim um 359 eða um tæp níu prósent á milli ára samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur birt.

Sjá næstu 50 fréttir