Viðskipti innlent

Icelandic Group lokar verksmiðju í Bandaríkjunum

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group.

Icelandic USA Inc., dótturfélag Icelandic Group hf., ætlar að loka verksmiðju sinni í Cambridge, Maryland fyrir lok næsta árs. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að félagið getur sinnt allri framleiðslu og dreifingu fyrirtækisins í verksmiðju sinni og í nýlegri dreifingarmiðstöð sem í Newport News í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að lokunin á Cambridge muni hafa í för með sér áætlaða virðisrýrnun að fjárhæð um 800 milljarða krónur sem mun gjaldfærast á fjórða ársfjórðung þessa árs. Til viðbótar mun falla til um 400 milljónir króna vegna endurskipulagningarkostnaður á sama ársfjórðungi. Lokunin mun skila sér í verulegri lækkun á kostnaði en áætluð árleg aukning á rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsliði vegna þessa er um 1 milljarður króna sem mun koma inn í bækur félagsins að fullu á árinu 2008.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningu frá félaginu, að lokunin sé lokahnykkur í sameiningu Icelandic USA og Samband of Iceland sem hófst á árinu 2005. „Arðsemi af starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum hefur ekki verið nægjanlega góð mörg undanfarin ár og er þessi aðgerð nauðsynleg til að bæta þar úr. Verksmiðjan í Cambridge er orðin gömul og óhagkvæm. Verksmiðjan í Newport News er 30 árum yngri og mun hagkvæmari. Við þessa breytingu verður Newport News verksmiðjan nýtt mun betur en áður sem mun skila sér í bættri afkomu," segir hann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×