Viðskipti innlent

Straumur selur í Artumas

Olíuvinnsla Straumur er farinn út úr Artumas Group.
Olíuvinnsla Straumur er farinn út úr Artumas Group.

Straumur-Burðarás hefur selt allan sinn hlut í kanadíska orkufyrirtækinu Artumas Group sem er skráð í Kauphöllina í Ósló. Um sex prósenta hlut var að ræða sem hægt er að meta á rúmlega 600 milljónir króna.

Ætla má að Straumur hafi hagnast nokkuð á fjárfestingunni ef tekið er mið af gengisþróun í Artumas frá því í fyrrasumar þegar bréfin komust í eigu gamla Burðaráss. Burðarás keypti bréfin skömmu eftir að Artumas var skráð á markað og fór hlutur hans mest upp í tæp tíu prósent.

Artumas vinnur að orkuvinnslu og dreifingu orku í nokkrum löndum í Austur-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×