Fleiri fréttir

Einn flottasti lúxussalur landsins rís úr þaki Kringlunnar

Einn glæsilegasti lúxus bíósalur landsins er meðal nýjunga á 3. hæð Kringlunnar en salurinn opnar með frumsýningu á stórmyndinn Avatar í desember. Arkitektar og verkfræðingar Kringlunnar fengu þá djörfu hugmynd að byggja salinn ofan á þak Kringlunnar.

Innkalla sólblómafræ vegna skordýra

Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes kallað inn sólblómafræ frá Grön Balance. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að skordýr hafi fundist í vörunni.

Bragðlaukarnir dansa á Lemon

„Lemon er staðurinn fyrir fólk sem hugar að heilsunni og vill holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Við sérhæfum okkur í sælkerasamlokum og ferskum söfum en bjóðum einnig upp á kaffi, próteinsjeika, hafragraut og orkuskot. Á Lemon er allt útbúið á staðnum eftir pöntunum hverju sinni, úr besta mögulega hráefninu,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Helga María ráðin fram­kvæmda­stjóri Úti­hreyfingarinnar

Helga María Heiðarsdóttir, fjallaleiðsögumaður og hlaupaþjálfari, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar, nýstofnaðs útivistarfyrirtækis sem sérhæfir sig í ævintýramiðaðri krossþjálfun og útiævintýrum af ýmsum toga.

Helga Dögg nýr rekstrar­stjóri hjá Expectus

Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum.

Banka­sýslan bregst við Ís­lands­banka­skýrslunni: Fram­kvæmd sölunnar hafi verið í fullu sam­ræmi við lög

Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Fjöl­þættir ann­markar á Ís­lands­banka­sölunni

Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma

„Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við:

Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum

Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða.  Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama.

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani.

„Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“

Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna.

Til­boðskvíðinn raun­veru­legur

Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 

Jákvæð styrking út í samfélagið

„Meistaramánuður gekk vel í ár og það var greinilegt að átakið vakti kátínu víða í samfélaginu. Um 1500 manns tóku formlega þátt í átakinu auk starfsfólks Samkaupa sem telja yfir 1400 manns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa en Samkaup er nú í annað sinn stærsti bakhjarl lífsstílsátaksins Meistaramánaðar.

Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs

Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter

Frá því auðjöfurinn Elon Musk tók við stjórn samfélagsmiðilsins Twitter hefur mikil óreiða ríkt þar. Musk varaði við því í nótt að gjaldþrot kæmi til greina en fyrr í gærkvöldi hafði hann sagt stöðu fyrirtækisins vera erfiða en margir af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins hafa sagt upp á undanförnum dögum.

FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur

Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér.

Jólagjöf sem safnar ekki ryki

„Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“

Einn stofnenda Meniga til Landsbankans

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Af­sláttar­dagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“

Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum.

Arion banki kaupir þriðjung í Frá­gangi

Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. 

Frystu eignir FTX-raf­myntar­kaup­hallarinnar

Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins.

Björn hættir sem ritstjóri DV

Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs.

Musk segir horfur Twitter alvarlegar

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“.

Guðmundur semur um fiskveiðar fyrir hönd Íslands

Guðmundur Þórðarson hefur verið ráðinn í stöðu samningamanns í fiskveiðisamningum á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þriðja hæð Kringlunnar straujuð og endurgerð

Á næstu dögum opnar Kringlan nýtt og glæsilegt svæði á 3ju hæð. Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og útskýrði metnaðarfullar gjör breytingar á hæðinni sem hefur verið gríðarleg áskorun fyrir arkitekta og verkfræðinga.

Færðu Kvennaathvarfinu tveggja milljóna styrk

N1 færði Kvennaathvarfinu tveggja milljóna króna styrk í dag. Forsvarsfólk athvarfsins safnar nú fyrir nýju húsnæði undir starfsemina sem veitir sífellt fleiri konum aðstoð við að losna úr ofbeldissamböndum. Sökum aukinnar aðsóknar, breiðari þjónustu og aðgengismála er brýn þörf fyrir nýtt húsnæði, en áætlað er að nýja húsnæðið muni kosta um 500 milljónir króna.

Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots

Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum.

Harpa nýr markaðs­stjóri Pizzunnar

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Pizzunnar. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Rekstrarvörum en hún hefur einnig starfað fyrir Icewear, Ásbjörn Ólafsson og Kaupás. 

Fátt sem fellur með krónunni

Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir.

Tæp­lega níu þúsund laus störf

Á íslenskum vinnumarkaði eru 8.790 laus störf á þriðja ársfjórðungi ársins. Á sama tíma eru 233.777 störf mönnuð sem þýðir að 3,6 prósent starfa eru laus. 

Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar

„Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel.

Sjá næstu 50 fréttir