Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 12:28 Kristjón Kormákur var ritstjóri miðilsins 24 - þínar fréttir. Vísir Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar og DV, var í forsvari fyrir hópinn sem stofnaði 24 miðla og fór með vefmiðilinn 24.is í loftið í október í fyrra. Auk hans voru þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason sögð eiga miðilinn. Guðbjarni var sagður framkvæmdastjóri miðilsins, Sunna Rós stjórnarformaður en Trausti frétta- og tæknistjóri og hönnuður. Miðillinn reis þó aldrei hátt. Þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs og í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra þess miðils í mars lá starfsemi 24.is þegar niðri. Öllu efni var eytt af vef Mannlífs í innbrotinu. Í viðtali Reynis við Kristjón Kormák sagði sá síðarnefndi að auðmaðurinn Róbert Wessman hefði tekið þátt í fjármögnun 24 miðla og lagt honum til tugi milljóna króna. Vefslóðin 24.is liggur nú niðri. Stundin sagði frá því í febrúar að blaðamenn þar hefðu birt pistil á vefsíðunni þar sem þeir lýstu misbresti í stjórnunarháttum og rekstri. Starfsmenn hefðu fengið laun greidd seint og illa. Blaðamenn höfðu þá enn ekki fengið greitt fyrir janúarmánuð. Tómas og Arnór Steinn Ívarsson skrifuðu undir greinina sem var síðar tekin úr birtingu. Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar og DV, var í forsvari fyrir hópinn sem stofnaði 24 miðla og fór með vefmiðilinn 24.is í loftið í október í fyrra. Auk hans voru þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason sögð eiga miðilinn. Guðbjarni var sagður framkvæmdastjóri miðilsins, Sunna Rós stjórnarformaður en Trausti frétta- og tæknistjóri og hönnuður. Miðillinn reis þó aldrei hátt. Þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs og í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra þess miðils í mars lá starfsemi 24.is þegar niðri. Öllu efni var eytt af vef Mannlífs í innbrotinu. Í viðtali Reynis við Kristjón Kormák sagði sá síðarnefndi að auðmaðurinn Róbert Wessman hefði tekið þátt í fjármögnun 24 miðla og lagt honum til tugi milljóna króna. Vefslóðin 24.is liggur nú niðri. Stundin sagði frá því í febrúar að blaðamenn þar hefðu birt pistil á vefsíðunni þar sem þeir lýstu misbresti í stjórnunarháttum og rekstri. Starfsmenn hefðu fengið laun greidd seint og illa. Blaðamenn höfðu þá enn ekki fengið greitt fyrir janúarmánuð. Tómas og Arnór Steinn Ívarsson skrifuðu undir greinina sem var síðar tekin úr birtingu.
Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira