Viðskipti erlent

Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Musk er nú eini eigandi og „yfirtístari“ Twitter.
Musk er nú eini eigandi og „yfirtístari“ Twitter. Getty/Nur Photo/Jakub Porzycki

Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða.  Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama.

Hakið átti áður einungis heima á aðgöngum þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana.

Það kostaði notendur átta Bandaríkjadali eða rúmar ellefu hundruð íslenskar krónur að fá bláa hakið á aðganginn sinn. Loka þurfti fyrir þann möguleika í gær þar sem mikill fjöldi gerviaðganga sem virtust tala í nafni þekktra einstaklinga og stórfyrirtækja spruttu upp. Guardian greinir frá þessu.

Sem dæmi um fórnarlömb þessara gerviaðganga má nefna páfann, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, George W. Bush og lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co. Lyfjafyrirtækið lenti í því óláni að gerviprófíll tilkynnti að insúlín yrði nú frítt. Í kjölfarið féll virði hlutabréfa fyrirtækisins svo um munaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×