Fleiri fréttir

Umdeild lög samþykkt

Kýpur hefur í annarri atrennu samþykkt umdeild lög sem heimila sölu fjölda ríkisfyrirtækja. Landið fær í kjölfarið næsta skammt neyðaraðstoðar.

Fjármál í fótbolta

VÍB og Fótbolti.net héldu fund í Norðurljósasal Hörpu í gær um fjármál í fótbolta.

Skráning Reita í Kauphöllina frestast fram á haust

Stærsta fasteignafélag landsins fer ekki á markað í vor. Reitir hafa ekki enn gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna meintra brota á gjaldeyrislögum og það tefur endurfjármögnun félagsins.

Hálfur milljarður í afgang

Rekstrarafgangur Strætó á árinu 2013 nam 496 milljónum króna, sem er um 201 milljón meira en árið á undan.

Mesta framkvæmd frá hruni hefst í haust

Valsmenn hf. Byrja jarðvegsvinnu og gatnagerð á Hlíðarenda í haust þar sem rísa munu 600 íbúðir. Nýstárlegt hverfi þar sem helmingur íbúðanna verða litlar og henta ungu fólki.

Landsbankinn hagnast um 28,8 milljarða

Hagnaður Landsbankans nam 28,8 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2013 samanborið við 25,5 milljarða króna á árinu 2012. Það er aukning um 13 prósent milli ára.

PFS óskar eftir samráði hagsmunaaðila

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur kallað eftir samráði við hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar stofnunarinnar um að heimila Vodafone og Nova samnýtingu á tíðnum sem félögunum hefur verið úthlutað.

„Konan kynnti mig fyrir Diet Coke“

Ragnar Thorarensen er ósáttur með ákvörðun Vífilfells að taka Diet Coke af markaði. Hann hefur drukkið Diet Coke frá árinu 1991. Hann neitar að trúa því að drykkurinn sé óvinsæll.

Veitti styrk til óþekkts áhugamannafélags

Athygli hefur verið vakin á því að óþekkt áhugamannafélag á Norðfirði hafi fengið tvær milljónir í styrk frá Minjastofnun til endurbyggingar á steinsteyptri fjárrétt.

Diet Coke hættir

Framleiðsla á Diet Coke í tveggja lítra umbúðum mun hætta á næstu dögum og í kjölfarið af því mun framleiðsla á drykknum í hálfs lítra umbúðum einnig hætta.

„Ísland: Hvernig gat þetta gerzt?“

Þorvaldur Gylfason, prófessor við Hagfræðideild, mun flytja fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands 6. mars næstkomandi frá kl. 12.00-13.30.

Olís mun opna metanafgreiðslu

Olís mun opna nýja og fullkomna metanafgreiðslu á þjónustustöð félagsins í Álfheimum í Reykjavík en einnig verður opnuð metanafgreiðsla á Akureyri í vor.

Vilja draga úr kostnaði við lagningu jarðstrengja

Nýtt rannsóknarverkefni Landsnets gengur út á að greina hagkvæmustu kosti við val á jarðstrengjum og lagningu þeirra og frágang. Ráðgjafar í verkefninu, sem ætlað er að taki um hálft ár, eru frá Energinet.dk, StellaCable og Háskólanum í Reykjavík.

Samið um verð fyrir aðgang að innri markaði ESB

Næsti fundur vinnuhópa vegna endursamnings um fjárframlög EES-ríkjanna til Þróunarsjóðs EFTA (Evrópska fríverslunarbandalagsins) er ráðgerður um eða upp úr miðjum þessum mánuði.

Kickstarter safnar 113 milljörðum

Vefsíðan Kickstarter náði í dag merkum áfanga þegar tekist hafði að safna einni billjón Bandaríkjadala frá notendum síðunnar. Peningarnir hafa verið nýttir til að fjármagna verkefni á hinum ýmsu sviðum s.s í tónlist, tækni og nýsköpun.

Lestarstöð seld fyrir 10 milljarða

Brompton Road station, sem staðsett er nálægt versluninni Harrods, hefur verið seld fyrir 53 milljónir punda sem jafngildir tæplega 10 milljörðum íslenskra króna.

Gæti orðið ár sviptivinda á hlutabréfamarkaði

Greiningardeild Íslandsbanka telur líklega ástæðu fyrir lækkun á mörkuðum þá að ekki er útlit fyrir að jafn mikil umfram eftirspurn verði á hlutabréfamarkaði í ár og á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir