Gæti orðið ár sviptivinda á hlutabréfamarkaði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. mars 2014 11:28 Greiningardeild Íslandsbanka segir þetta ár gæti einkennst af töluverðum sviptivindum. Töluverðir sviptivindar hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn á þessu ári. Greiningardeild Íslandsbanka telur líklega ástæðu fyrir lækkun á mörkuðum þá að ekki er útlit fyrir að jafn mikil umfram eftirspurn verði á hlutabréfamarkaði í ár og á síðasta ári. „Stærsta ástæða þess er fyrirhugaðar skráningar félaga á Aðalmarkað Kauphallarinnar þetta árið en búist er við því að allt að sex félög verði skráð á árinu. Nú þegar hefur HB-Grandi boðað skráningu í apríl en markaðsvirði þess félags á First North er nú um 43 ma.kr. Það er því mun verðmætara en mörg félög sem nú skipa Aðallista Kauphallarinnar. Deildin segir skráningu HB-Granda í raun sérstaka að því leiti að einungis einn lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, er nú í hópi stærstu hluthafa og hann á einungis 2,2% hlut í félaginu. HB-Grandi gæti því fyllt nokkuð vel eftirspurnarþörf lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði í nærtíð,“ segir í Markaðspunktum Íslandsbanka. Síðast liðinn mánudag, á fyrsta degi stærstu uppgjörsviku ársins, seldi Hagamelur stærstan hluta eignar sinna í Högum. Titringur fór um markaðinn í kjölfarið þar sem fjöldi félaga lækkaði. Lækkunin átti þó vísast einnig rætur sínar að rekja til væntinga um niðurstöður uppgjöra félaganna. Markaðurinn sneri þó aðeins við eftir þessa stærstu uppgjörsviku ársins. Greining Íslandsbanka segir misvísandi skilaboð um afnám hafta einnig hafa aukið sviptingarnar á hlutabréfamarkaði. „Fjármálaráðherra sagði nýverið að þegar væri unnið í samræmi við slíka áætlun en þingmaður stjórnarandstöðu sem starfar í nefnd um afnám hafta kannaðist ekki við slíka áætlun. Á sama tíma boðar forsætisráðherra að áætlun um afnám hafta yrði ekki gerð opinber. Hvort sú staðreynd bætti samningsstöðu ríkisins við kröfuhafa föllnu bankanna skal ósagt látið. Hitt er hins vegar staðreynd að óopinberar aðgerðaráætlanir er varðar markaði getur ýtt undir óeðlilegar hreyfingar á mörkuðum sérstaklega ef markaðsaðilar hræðast að ekki sitji allir við sama borð um aðgengi að upplýsingum um áætlunina og framgang hennar,“ segir í Markaðspunktunum. Greiningardeildin segir ekki alla vera sammála um umfang þeirra markaðsútboða sem farið verður í á árinu né hvort öll þau félög er boðað hafa skráningu munu ná henni fyrir árslok. Það á því enn eftir að skýrast hvort framboð og eftirspurn muni falla jafn vel hvort að öðru og okkur sýnist útlit fyrir á þessu ári. Þess fyrir utan mun allt tal um afnám hafta hafa veruleg áhrif á hlutabréfamarkað og þá einkum það er lítur að hlut lífeyrissjóðanna í þeim sökum umfangs eignarhalds þeirra á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þetta ár gæti því áfram einkennst af töluverðum sviptivindum. Mest lesið Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Töluverðir sviptivindar hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn á þessu ári. Greiningardeild Íslandsbanka telur líklega ástæðu fyrir lækkun á mörkuðum þá að ekki er útlit fyrir að jafn mikil umfram eftirspurn verði á hlutabréfamarkaði í ár og á síðasta ári. „Stærsta ástæða þess er fyrirhugaðar skráningar félaga á Aðalmarkað Kauphallarinnar þetta árið en búist er við því að allt að sex félög verði skráð á árinu. Nú þegar hefur HB-Grandi boðað skráningu í apríl en markaðsvirði þess félags á First North er nú um 43 ma.kr. Það er því mun verðmætara en mörg félög sem nú skipa Aðallista Kauphallarinnar. Deildin segir skráningu HB-Granda í raun sérstaka að því leiti að einungis einn lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, er nú í hópi stærstu hluthafa og hann á einungis 2,2% hlut í félaginu. HB-Grandi gæti því fyllt nokkuð vel eftirspurnarþörf lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði í nærtíð,“ segir í Markaðspunktum Íslandsbanka. Síðast liðinn mánudag, á fyrsta degi stærstu uppgjörsviku ársins, seldi Hagamelur stærstan hluta eignar sinna í Högum. Titringur fór um markaðinn í kjölfarið þar sem fjöldi félaga lækkaði. Lækkunin átti þó vísast einnig rætur sínar að rekja til væntinga um niðurstöður uppgjöra félaganna. Markaðurinn sneri þó aðeins við eftir þessa stærstu uppgjörsviku ársins. Greining Íslandsbanka segir misvísandi skilaboð um afnám hafta einnig hafa aukið sviptingarnar á hlutabréfamarkaði. „Fjármálaráðherra sagði nýverið að þegar væri unnið í samræmi við slíka áætlun en þingmaður stjórnarandstöðu sem starfar í nefnd um afnám hafta kannaðist ekki við slíka áætlun. Á sama tíma boðar forsætisráðherra að áætlun um afnám hafta yrði ekki gerð opinber. Hvort sú staðreynd bætti samningsstöðu ríkisins við kröfuhafa föllnu bankanna skal ósagt látið. Hitt er hins vegar staðreynd að óopinberar aðgerðaráætlanir er varðar markaði getur ýtt undir óeðlilegar hreyfingar á mörkuðum sérstaklega ef markaðsaðilar hræðast að ekki sitji allir við sama borð um aðgengi að upplýsingum um áætlunina og framgang hennar,“ segir í Markaðspunktunum. Greiningardeildin segir ekki alla vera sammála um umfang þeirra markaðsútboða sem farið verður í á árinu né hvort öll þau félög er boðað hafa skráningu munu ná henni fyrir árslok. Það á því enn eftir að skýrast hvort framboð og eftirspurn muni falla jafn vel hvort að öðru og okkur sýnist útlit fyrir á þessu ári. Þess fyrir utan mun allt tal um afnám hafta hafa veruleg áhrif á hlutabréfamarkað og þá einkum það er lítur að hlut lífeyrissjóðanna í þeim sökum umfangs eignarhalds þeirra á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þetta ár gæti því áfram einkennst af töluverðum sviptivindum.
Mest lesið Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira