Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Haraldur Guðmundsson skrifar 3. mars 2014 13:19 Fokker-vélarnar eru aðallega notaðar í innanlandsflug. Vísir/Stefán Stjórnendur Flugfélags Íslands skoða nú hvort Fokker 50-vélum félagsins verði skipt út fyrir vélar frá kanadíska fyrirtækinu Bombardier Aerospace. Engin ákvörðun hefur verið tekin um kaup en koma kanadísku vélanna gæti fjölgað ferðum í millilandaflugi. „Þetta hefur í rauninni alltaf legið fyrir og við erum að velta fyrir okkur hvenær eða hvort við munum skipta Fokker-vélunum út. Einhvern tímann kemur að því að vélarnar fara úr rekstri en þær voru framleiddar á árunum 1991-1992,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Félagið á fimm fimmtíu sæta Fokker 50-farþegavélar og tvær 37 sæta vélar af gerðinni Bombardier Q200. Bombardier-vélarnar voru framleiddar árið 1996 en Flugfélag Íslands keypti þær árið 2012. Þær eru að sögn Árna hentugar til lendingar á stuttum flugbrautum og því kjörnar í áætlunarflug fyrirtækisins til Grænlands. „Frá því við tókum inn þessar 37 sæta vélar hefur það alltaf legið fyrir að það væri skynsamlegt að horfa til stærri útgáfunnar af þessum Bombardier-vélum sem eru af gerðinni Q400, þar sem Fokkerinn er ekki framleiddur lengur,“ segir Árni. Hann segir það einnig inni í myndinni að nota Fokker-vélarnar áfram næstu fimm til tíu árin. Þær henta að hans sögn vel til innanlandsflugs því þær eyða tiltölulega litlu eldsneyti miðað við aldur. Kaup á Bombardier-vélunum gætu hins vegar leitt til þess að fyrirtækið bjóði aftur upp á millilandaflug. „Við erum fyrst og fremst að horfa á innanlandsmarkaðinn en auðvitað myndi þetta opna á ýmsa möguleika. Við höfum svo sem áður flogið Fokkerunum til Noregs og Glasgow í áætlunarflugi en það eru reyndar um tuttugu ár síðan. Þessi Q400-vél er hraðfleygari en Fokkerinn og því gætu opnast auknir möguleikar á millilandaflugi.“ Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Stjórnendur Flugfélags Íslands skoða nú hvort Fokker 50-vélum félagsins verði skipt út fyrir vélar frá kanadíska fyrirtækinu Bombardier Aerospace. Engin ákvörðun hefur verið tekin um kaup en koma kanadísku vélanna gæti fjölgað ferðum í millilandaflugi. „Þetta hefur í rauninni alltaf legið fyrir og við erum að velta fyrir okkur hvenær eða hvort við munum skipta Fokker-vélunum út. Einhvern tímann kemur að því að vélarnar fara úr rekstri en þær voru framleiddar á árunum 1991-1992,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Félagið á fimm fimmtíu sæta Fokker 50-farþegavélar og tvær 37 sæta vélar af gerðinni Bombardier Q200. Bombardier-vélarnar voru framleiddar árið 1996 en Flugfélag Íslands keypti þær árið 2012. Þær eru að sögn Árna hentugar til lendingar á stuttum flugbrautum og því kjörnar í áætlunarflug fyrirtækisins til Grænlands. „Frá því við tókum inn þessar 37 sæta vélar hefur það alltaf legið fyrir að það væri skynsamlegt að horfa til stærri útgáfunnar af þessum Bombardier-vélum sem eru af gerðinni Q400, þar sem Fokkerinn er ekki framleiddur lengur,“ segir Árni. Hann segir það einnig inni í myndinni að nota Fokker-vélarnar áfram næstu fimm til tíu árin. Þær henta að hans sögn vel til innanlandsflugs því þær eyða tiltölulega litlu eldsneyti miðað við aldur. Kaup á Bombardier-vélunum gætu hins vegar leitt til þess að fyrirtækið bjóði aftur upp á millilandaflug. „Við erum fyrst og fremst að horfa á innanlandsmarkaðinn en auðvitað myndi þetta opna á ýmsa möguleika. Við höfum svo sem áður flogið Fokkerunum til Noregs og Glasgow í áætlunarflugi en það eru reyndar um tuttugu ár síðan. Þessi Q400-vél er hraðfleygari en Fokkerinn og því gætu opnast auknir möguleikar á millilandaflugi.“
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira