Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:30 Lengsta gerðin af Dash 8, Q400, er með 78 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Mynd/Bombardier Aerospace. Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. Færeyjaflugið fluttist á ný til Reykjavíkurflugvallar í morgun, að minnsta kosti tímabundið. Undanfarnar þrjár vikur hefur Færeyjaflugið farið um Keflavíkurflugvöll, meðan flugmálayfirvöld meta hvort leyfa eigi nýjum Airbus-þotum Færeyinga að lenda í Reykjavík. Færeyingar eiga hins vegar eina af gömlu þotunum eftir og þar sem hún er aftur orðin flughæf eftir stóra skoðun var unnt að flytja Færeyjaflugið aftur til borgarinnar í dag en þetta er stærsta tegundin sem leyfi hefur til áætlunarflugs til Reykjavíkur. Lendingu BAe-þotu Atlantic Airways í Reykjavík í dag mátti sjá í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Færeyingar hætta hins vegar notkun þessarar vélar í ágúst. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að sem stendur hafi Airbus A-319 vél Færeyinga, sem þeir vilja nota í staðinn, ekki leyfi til að lenda í Reykjavík í áætlunarflugi. „Við myndum gjarnan vilja halda Færeyingum hér áfram, eins og hefur verið undanfarna áratugi,” segir Árni.BAe-þota Atlantic Airways lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag frá Færeyjum.Stöð 2/Kristinn.Færeyski flugstjórinn í ferðinni í dag, Kurt Fossaberg, segir brautirnar í Reykjavík nægilega langar fyrir Airbus, stærsti hluti farþeganna eigi erindi til Íslands en minnihlutinn sé á leið í framhaldsflug frá Keflavík. Atlantic Airways kjósi því fremur Reykjavík. Þótt Reykjavíkurflugvöllur hafi árið 1967 hætt að vera aðalmillilandaflugvöllur Íslands hefur millilandaflug ætíð haldið áfram frá Reykjavík, eins og dæmin um Færeyja- og Grænlandsflugið sýna. En gæti svo farið að millilandaflug aukist að nýju frá Reykjavík? Flugfélag Íslands er farið að huga að nýrri tegund í stað Fokkeranna og í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærri og hraðfleygari útgáfa af Dash 8 sé til skoðunar, vél sem tekur 80 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða. „Það skapar ákveðin tækifæri, bæði inn á Grænland og jafnvel Færeyjar,” segir Árni Gunnarsson um stóru Bombardier Dash 8-vélina. „Eins eru þetta líka mjög góðar vélar í innanlandsflugi. Eins og á Akureyri, þar sem við erum að fljúga allt yfir í tíu ferðir á dag, þar getur svona stærri vél komið mjög vel til greina. “ Þessi tegund slagar í hraða langleiðina upp í þotur og gæti því hæglega nýst til borga eins og Glasgow og Bergen. „Það er allt sem við myndum skoða líka. En við sjáum ekki það sem uppistöðuna í þessum rekstri,” segir Árni og telur að fremur yrði um að ræða einstakar ferðir fremur en áætlunarflug á slíka staði. Tengdar fréttir Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. Færeyjaflugið fluttist á ný til Reykjavíkurflugvallar í morgun, að minnsta kosti tímabundið. Undanfarnar þrjár vikur hefur Færeyjaflugið farið um Keflavíkurflugvöll, meðan flugmálayfirvöld meta hvort leyfa eigi nýjum Airbus-þotum Færeyinga að lenda í Reykjavík. Færeyingar eiga hins vegar eina af gömlu þotunum eftir og þar sem hún er aftur orðin flughæf eftir stóra skoðun var unnt að flytja Færeyjaflugið aftur til borgarinnar í dag en þetta er stærsta tegundin sem leyfi hefur til áætlunarflugs til Reykjavíkur. Lendingu BAe-þotu Atlantic Airways í Reykjavík í dag mátti sjá í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Færeyingar hætta hins vegar notkun þessarar vélar í ágúst. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að sem stendur hafi Airbus A-319 vél Færeyinga, sem þeir vilja nota í staðinn, ekki leyfi til að lenda í Reykjavík í áætlunarflugi. „Við myndum gjarnan vilja halda Færeyingum hér áfram, eins og hefur verið undanfarna áratugi,” segir Árni.BAe-þota Atlantic Airways lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag frá Færeyjum.Stöð 2/Kristinn.Færeyski flugstjórinn í ferðinni í dag, Kurt Fossaberg, segir brautirnar í Reykjavík nægilega langar fyrir Airbus, stærsti hluti farþeganna eigi erindi til Íslands en minnihlutinn sé á leið í framhaldsflug frá Keflavík. Atlantic Airways kjósi því fremur Reykjavík. Þótt Reykjavíkurflugvöllur hafi árið 1967 hætt að vera aðalmillilandaflugvöllur Íslands hefur millilandaflug ætíð haldið áfram frá Reykjavík, eins og dæmin um Færeyja- og Grænlandsflugið sýna. En gæti svo farið að millilandaflug aukist að nýju frá Reykjavík? Flugfélag Íslands er farið að huga að nýrri tegund í stað Fokkeranna og í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærri og hraðfleygari útgáfa af Dash 8 sé til skoðunar, vél sem tekur 80 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða. „Það skapar ákveðin tækifæri, bæði inn á Grænland og jafnvel Færeyjar,” segir Árni Gunnarsson um stóru Bombardier Dash 8-vélina. „Eins eru þetta líka mjög góðar vélar í innanlandsflugi. Eins og á Akureyri, þar sem við erum að fljúga allt yfir í tíu ferðir á dag, þar getur svona stærri vél komið mjög vel til greina. “ Þessi tegund slagar í hraða langleiðina upp í þotur og gæti því hæglega nýst til borga eins og Glasgow og Bergen. „Það er allt sem við myndum skoða líka. En við sjáum ekki það sem uppistöðuna í þessum rekstri,” segir Árni og telur að fremur yrði um að ræða einstakar ferðir fremur en áætlunarflug á slíka staði.
Tengdar fréttir Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19
Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44
Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45
Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52