Veitti styrk til óþekkts áhugamannafélags Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2014 11:03 Tæplega helmingur fjárins, eða 97 milljónir, fer til verkefna í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. visir/pjetur/vilhelm Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. Athygli hefur verið vakin á því að óþekkt áhugamannafélag á Norðfirði hafi fengið tvær milljónir í styrk til endurbyggingar á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Tæplega helmingur fjárins, eða 101 milljón, fer til verkefna í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, Norðausturkjördæmi. Styrkirnir voru ekki auglýstir og ekki kemur fram að í öllum tilvikum hafi verið úthlutað á grundvelli skriflegrar umsóknar.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar á Alþingi. Fram kemur í svari forsætisráðherra að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað. Húsið er timburhús frá árinu 1881 sem var flutt að Nesgötu 20 árið 1885. Húsið er á skrá samkvæmt þjóðskrá frá árinu 1885 og síðara byggingarár skráð 1886. Sex milljónum króna er úthlutað til Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði til viðgerða á bragga/bröggum safnsins. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var stofnað árið 1995. Það hefur að meginmarkmiði að skrá og miðla sögu stríðsáranna 1939–1945 og er stefnan að miðla ekki einungis upplýsingum um stríðsárin á Reyðarfirði heldur á landinu öllu. Tveimur milljónum króna var síðan veitt til áhugamannafélags í tengslum við endurbyggingu á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Fram kemur í svari forsætisráðherra að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og er enn í notkun sem auki gildi hennar í því samhengi. Viðgerð á réttinni hófst fyrir þremur árum en þá var hún verulega illa farin af veðrun og steypa í veggjum farin að molna.Akureyri vikublað hefur vakið athygli á því að ekki komi fram í svari forsætisráðherra hvert áhugamannafélagið er og finnst ekkert um félagið í gögnum bæjarfélagsins. Auk þess finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar. Fram kemur í frétt Akureyrar vikublaðs að þegar leitað er að Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar. Miðillinn hefur undir höndum bréf sem forsætisráðherrann skrifar undir til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, og þar segir:„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit. Vinsamlegast snúið yður til Minjastofnunnar sem mun annast um samningsgerð og útgreiðslu styrksins í samræmi við verklagsreglur stofnunarinnar.“ Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. Athygli hefur verið vakin á því að óþekkt áhugamannafélag á Norðfirði hafi fengið tvær milljónir í styrk til endurbyggingar á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Tæplega helmingur fjárins, eða 101 milljón, fer til verkefna í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, Norðausturkjördæmi. Styrkirnir voru ekki auglýstir og ekki kemur fram að í öllum tilvikum hafi verið úthlutað á grundvelli skriflegrar umsóknar.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar á Alþingi. Fram kemur í svari forsætisráðherra að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað. Húsið er timburhús frá árinu 1881 sem var flutt að Nesgötu 20 árið 1885. Húsið er á skrá samkvæmt þjóðskrá frá árinu 1885 og síðara byggingarár skráð 1886. Sex milljónum króna er úthlutað til Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði til viðgerða á bragga/bröggum safnsins. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var stofnað árið 1995. Það hefur að meginmarkmiði að skrá og miðla sögu stríðsáranna 1939–1945 og er stefnan að miðla ekki einungis upplýsingum um stríðsárin á Reyðarfirði heldur á landinu öllu. Tveimur milljónum króna var síðan veitt til áhugamannafélags í tengslum við endurbyggingu á steinsteyptri fjárrétt í Norðfirði. Fram kemur í svari forsætisráðherra að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og er enn í notkun sem auki gildi hennar í því samhengi. Viðgerð á réttinni hófst fyrir þremur árum en þá var hún verulega illa farin af veðrun og steypa í veggjum farin að molna.Akureyri vikublað hefur vakið athygli á því að ekki komi fram í svari forsætisráðherra hvert áhugamannafélagið er og finnst ekkert um félagið í gögnum bæjarfélagsins. Auk þess finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar. Fram kemur í frétt Akureyrar vikublaðs að þegar leitað er að Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar. Miðillinn hefur undir höndum bréf sem forsætisráðherrann skrifar undir til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, og þar segir:„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit. Vinsamlegast snúið yður til Minjastofnunnar sem mun annast um samningsgerð og útgreiðslu styrksins í samræmi við verklagsreglur stofnunarinnar.“
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira