Svipmynd Markaðarins: Hefur gegnt tíu stöðum hjá Actavis Haraldur Guðmundsson skrifar 3. mars 2014 13:00 Edda er yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. Vísir/GVA „Síðasta vika var spennandi og það var mikil ánægja með uppgjörið. Markaðurinn er greinilega ánægður með vikuna því gengi bréfanna þýtur upp,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Actavis plc., móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í síðustu viku um besta ársuppgjör í sögu félagsins, en tekjur þess árið 2013 jukust um 47 prósent á milli ára. Tveimur dögum áður var tilkynnt um kaup móðurfélagsins á bandaríska lyfjafyrirtækinu Forest Laboratories fyrir 25 milljarða dala, sem svarar til rúmlega 2.830 milljarða króna. Edda tók við starfi forstjóra Actavis á Íslandi haustið 2010. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1956 þegar heildsölufyrirtækið Pharmaco var stofnað, en Guðbjörg hefur starfað hjá fyrirtækinu og forverum þess í 34 ár. Hún var fyrst ráðin í starf lyfjakynnis en var síðar gerð að markaðsstjóra Deltu, dótturfélags Pharmaco. „Ég hef verið í stjórnunarstöðum síðan og er búin að gegna um tíu mismunandi stöðum innan fyrirtækisins. Þó ég hafi ekki beinlínis skipt um vinnu þá er svo sem ekkert sem ég er að gera í dag líkt því sem ég gerði fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Guðbjörg. Þegar lyfjaverksmiðja Delta var opnuð í Hafnarfirði árið 1983 störfuðu þar um tuttugu manns. Í dag er Guðbjörg yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. „Við erum með árshátíð á laugardaginn í Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Það er hvergi pláss fyrir árshátíðina í hefðbundnum veislusölum því þetta er þúsund manna samkoma.“ Edda er gift Eyjólfi Haraldssyni lækni og þau eiga tvo syni, Eggert og Harald Svein. „Við hjónin förum alltaf í nokkra veiðitúra á sumrin og stundum fara synir okkar tveir með. Einnig förum við oft í golf, enda búum við nánast á golfvelli,“ segir Edda þegar blaðamaður spyr um áhugamál. Þau Edda og Eyjólfur hafa einnig mikinn áhuga á tónlist og þá sérstaklega óperum. „Við höfum ferðast víða til að sækja slíka viðburði og fórum síðast í nóvember til Havana og tókum þátt í að stofna Wagner-vinafélag á Kúbu. Kúbumenn eiga myndarlegt þjóðleikhús og þar sáum við skemmtilega óperusýningu. Húsið er auðvitað ekkert á við Metropolitan í New York en þetta var mjög gaman,“ segir Guðbjörg og hlær.Tanya ZharovTanya Zharov, lögfræðingur Virðingar„Edda hefur verið í stjórn Auðar Capital frá 2007 og hún er frábær stjórnarmaður og alltaf vel undirbúin. Hún er ótrúlega fljót að greina á milli aðalatriða og aukaatriða í þeim málum sem koma upp og kemur með sína miklu reynslu að borðinu, því hún hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sínu fyrirtæki. Okkur hefur fundist við gæfusöm að fá að njóta handleiðslu hennar. Edda er mjög mikið á ferðalagi og ég hef stundum sent henni tölvupóst seint um kvöld og fengið sjálfvirka tölvupóstsvarið sem segir að hún sé á ferðalagi í Japan eða annars staðar langt í burtu með „lítinn aðgang að tölvupósti“, síðan fæ ég smástund síðar svar við erindinu.“Valur RagnarssonValur Ragnarsson, forstjóri Medis „Ég er búinn að vinna lengi með Eddu, en hún var minn næsti yfirmaður um töluverðan tíma. Það sem kannski einkennir Eddu er gríðarleg yfirsýn og hún býr að mikilli reynslu á sínu sviði og alveg ofboðslegu jafnaðargeði. Svo má segja að hún hafi alltaf verið mjög vinnusöm og hún hefur komið víða við. Edda átti gríðarlega stóran þátt í uppbyggingu Actavis á sínum tíma og er í þessum hópi sem var mjög framsýnn þegar verið var að byggja fyrirtækið upp. Ég hef líka notið þeirrar ánægju að veiða með Eddu og þar er hún í essinu sínu, hún nýtur sín vel í því umhverfi við árbakkann.“ Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Síðasta vika var spennandi og það var mikil ánægja með uppgjörið. Markaðurinn er greinilega ánægður með vikuna því gengi bréfanna þýtur upp,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Actavis plc., móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í síðustu viku um besta ársuppgjör í sögu félagsins, en tekjur þess árið 2013 jukust um 47 prósent á milli ára. Tveimur dögum áður var tilkynnt um kaup móðurfélagsins á bandaríska lyfjafyrirtækinu Forest Laboratories fyrir 25 milljarða dala, sem svarar til rúmlega 2.830 milljarða króna. Edda tók við starfi forstjóra Actavis á Íslandi haustið 2010. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1956 þegar heildsölufyrirtækið Pharmaco var stofnað, en Guðbjörg hefur starfað hjá fyrirtækinu og forverum þess í 34 ár. Hún var fyrst ráðin í starf lyfjakynnis en var síðar gerð að markaðsstjóra Deltu, dótturfélags Pharmaco. „Ég hef verið í stjórnunarstöðum síðan og er búin að gegna um tíu mismunandi stöðum innan fyrirtækisins. Þó ég hafi ekki beinlínis skipt um vinnu þá er svo sem ekkert sem ég er að gera í dag líkt því sem ég gerði fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Guðbjörg. Þegar lyfjaverksmiðja Delta var opnuð í Hafnarfirði árið 1983 störfuðu þar um tuttugu manns. Í dag er Guðbjörg yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. „Við erum með árshátíð á laugardaginn í Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Það er hvergi pláss fyrir árshátíðina í hefðbundnum veislusölum því þetta er þúsund manna samkoma.“ Edda er gift Eyjólfi Haraldssyni lækni og þau eiga tvo syni, Eggert og Harald Svein. „Við hjónin förum alltaf í nokkra veiðitúra á sumrin og stundum fara synir okkar tveir með. Einnig förum við oft í golf, enda búum við nánast á golfvelli,“ segir Edda þegar blaðamaður spyr um áhugamál. Þau Edda og Eyjólfur hafa einnig mikinn áhuga á tónlist og þá sérstaklega óperum. „Við höfum ferðast víða til að sækja slíka viðburði og fórum síðast í nóvember til Havana og tókum þátt í að stofna Wagner-vinafélag á Kúbu. Kúbumenn eiga myndarlegt þjóðleikhús og þar sáum við skemmtilega óperusýningu. Húsið er auðvitað ekkert á við Metropolitan í New York en þetta var mjög gaman,“ segir Guðbjörg og hlær.Tanya ZharovTanya Zharov, lögfræðingur Virðingar„Edda hefur verið í stjórn Auðar Capital frá 2007 og hún er frábær stjórnarmaður og alltaf vel undirbúin. Hún er ótrúlega fljót að greina á milli aðalatriða og aukaatriða í þeim málum sem koma upp og kemur með sína miklu reynslu að borðinu, því hún hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sínu fyrirtæki. Okkur hefur fundist við gæfusöm að fá að njóta handleiðslu hennar. Edda er mjög mikið á ferðalagi og ég hef stundum sent henni tölvupóst seint um kvöld og fengið sjálfvirka tölvupóstsvarið sem segir að hún sé á ferðalagi í Japan eða annars staðar langt í burtu með „lítinn aðgang að tölvupósti“, síðan fæ ég smástund síðar svar við erindinu.“Valur RagnarssonValur Ragnarsson, forstjóri Medis „Ég er búinn að vinna lengi með Eddu, en hún var minn næsti yfirmaður um töluverðan tíma. Það sem kannski einkennir Eddu er gríðarleg yfirsýn og hún býr að mikilli reynslu á sínu sviði og alveg ofboðslegu jafnaðargeði. Svo má segja að hún hafi alltaf verið mjög vinnusöm og hún hefur komið víða við. Edda átti gríðarlega stóran þátt í uppbyggingu Actavis á sínum tíma og er í þessum hópi sem var mjög framsýnn þegar verið var að byggja fyrirtækið upp. Ég hef líka notið þeirrar ánægju að veiða með Eddu og þar er hún í essinu sínu, hún nýtur sín vel í því umhverfi við árbakkann.“
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira