Svipmynd Markaðarins: Hefur gegnt tíu stöðum hjá Actavis Haraldur Guðmundsson skrifar 3. mars 2014 13:00 Edda er yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. Vísir/GVA „Síðasta vika var spennandi og það var mikil ánægja með uppgjörið. Markaðurinn er greinilega ánægður með vikuna því gengi bréfanna þýtur upp,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Actavis plc., móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í síðustu viku um besta ársuppgjör í sögu félagsins, en tekjur þess árið 2013 jukust um 47 prósent á milli ára. Tveimur dögum áður var tilkynnt um kaup móðurfélagsins á bandaríska lyfjafyrirtækinu Forest Laboratories fyrir 25 milljarða dala, sem svarar til rúmlega 2.830 milljarða króna. Edda tók við starfi forstjóra Actavis á Íslandi haustið 2010. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1956 þegar heildsölufyrirtækið Pharmaco var stofnað, en Guðbjörg hefur starfað hjá fyrirtækinu og forverum þess í 34 ár. Hún var fyrst ráðin í starf lyfjakynnis en var síðar gerð að markaðsstjóra Deltu, dótturfélags Pharmaco. „Ég hef verið í stjórnunarstöðum síðan og er búin að gegna um tíu mismunandi stöðum innan fyrirtækisins. Þó ég hafi ekki beinlínis skipt um vinnu þá er svo sem ekkert sem ég er að gera í dag líkt því sem ég gerði fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Guðbjörg. Þegar lyfjaverksmiðja Delta var opnuð í Hafnarfirði árið 1983 störfuðu þar um tuttugu manns. Í dag er Guðbjörg yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. „Við erum með árshátíð á laugardaginn í Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Það er hvergi pláss fyrir árshátíðina í hefðbundnum veislusölum því þetta er þúsund manna samkoma.“ Edda er gift Eyjólfi Haraldssyni lækni og þau eiga tvo syni, Eggert og Harald Svein. „Við hjónin förum alltaf í nokkra veiðitúra á sumrin og stundum fara synir okkar tveir með. Einnig förum við oft í golf, enda búum við nánast á golfvelli,“ segir Edda þegar blaðamaður spyr um áhugamál. Þau Edda og Eyjólfur hafa einnig mikinn áhuga á tónlist og þá sérstaklega óperum. „Við höfum ferðast víða til að sækja slíka viðburði og fórum síðast í nóvember til Havana og tókum þátt í að stofna Wagner-vinafélag á Kúbu. Kúbumenn eiga myndarlegt þjóðleikhús og þar sáum við skemmtilega óperusýningu. Húsið er auðvitað ekkert á við Metropolitan í New York en þetta var mjög gaman,“ segir Guðbjörg og hlær.Tanya ZharovTanya Zharov, lögfræðingur Virðingar„Edda hefur verið í stjórn Auðar Capital frá 2007 og hún er frábær stjórnarmaður og alltaf vel undirbúin. Hún er ótrúlega fljót að greina á milli aðalatriða og aukaatriða í þeim málum sem koma upp og kemur með sína miklu reynslu að borðinu, því hún hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sínu fyrirtæki. Okkur hefur fundist við gæfusöm að fá að njóta handleiðslu hennar. Edda er mjög mikið á ferðalagi og ég hef stundum sent henni tölvupóst seint um kvöld og fengið sjálfvirka tölvupóstsvarið sem segir að hún sé á ferðalagi í Japan eða annars staðar langt í burtu með „lítinn aðgang að tölvupósti“, síðan fæ ég smástund síðar svar við erindinu.“Valur RagnarssonValur Ragnarsson, forstjóri Medis „Ég er búinn að vinna lengi með Eddu, en hún var minn næsti yfirmaður um töluverðan tíma. Það sem kannski einkennir Eddu er gríðarleg yfirsýn og hún býr að mikilli reynslu á sínu sviði og alveg ofboðslegu jafnaðargeði. Svo má segja að hún hafi alltaf verið mjög vinnusöm og hún hefur komið víða við. Edda átti gríðarlega stóran þátt í uppbyggingu Actavis á sínum tíma og er í þessum hópi sem var mjög framsýnn þegar verið var að byggja fyrirtækið upp. Ég hef líka notið þeirrar ánægju að veiða með Eddu og þar er hún í essinu sínu, hún nýtur sín vel í því umhverfi við árbakkann.“ Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
„Síðasta vika var spennandi og það var mikil ánægja með uppgjörið. Markaðurinn er greinilega ánægður með vikuna því gengi bréfanna þýtur upp,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Actavis plc., móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í síðustu viku um besta ársuppgjör í sögu félagsins, en tekjur þess árið 2013 jukust um 47 prósent á milli ára. Tveimur dögum áður var tilkynnt um kaup móðurfélagsins á bandaríska lyfjafyrirtækinu Forest Laboratories fyrir 25 milljarða dala, sem svarar til rúmlega 2.830 milljarða króna. Edda tók við starfi forstjóra Actavis á Íslandi haustið 2010. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1956 þegar heildsölufyrirtækið Pharmaco var stofnað, en Guðbjörg hefur starfað hjá fyrirtækinu og forverum þess í 34 ár. Hún var fyrst ráðin í starf lyfjakynnis en var síðar gerð að markaðsstjóra Deltu, dótturfélags Pharmaco. „Ég hef verið í stjórnunarstöðum síðan og er búin að gegna um tíu mismunandi stöðum innan fyrirtækisins. Þó ég hafi ekki beinlínis skipt um vinnu þá er svo sem ekkert sem ég er að gera í dag líkt því sem ég gerði fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Guðbjörg. Þegar lyfjaverksmiðja Delta var opnuð í Hafnarfirði árið 1983 störfuðu þar um tuttugu manns. Í dag er Guðbjörg yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. „Við erum með árshátíð á laugardaginn í Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Það er hvergi pláss fyrir árshátíðina í hefðbundnum veislusölum því þetta er þúsund manna samkoma.“ Edda er gift Eyjólfi Haraldssyni lækni og þau eiga tvo syni, Eggert og Harald Svein. „Við hjónin förum alltaf í nokkra veiðitúra á sumrin og stundum fara synir okkar tveir með. Einnig förum við oft í golf, enda búum við nánast á golfvelli,“ segir Edda þegar blaðamaður spyr um áhugamál. Þau Edda og Eyjólfur hafa einnig mikinn áhuga á tónlist og þá sérstaklega óperum. „Við höfum ferðast víða til að sækja slíka viðburði og fórum síðast í nóvember til Havana og tókum þátt í að stofna Wagner-vinafélag á Kúbu. Kúbumenn eiga myndarlegt þjóðleikhús og þar sáum við skemmtilega óperusýningu. Húsið er auðvitað ekkert á við Metropolitan í New York en þetta var mjög gaman,“ segir Guðbjörg og hlær.Tanya ZharovTanya Zharov, lögfræðingur Virðingar„Edda hefur verið í stjórn Auðar Capital frá 2007 og hún er frábær stjórnarmaður og alltaf vel undirbúin. Hún er ótrúlega fljót að greina á milli aðalatriða og aukaatriða í þeim málum sem koma upp og kemur með sína miklu reynslu að borðinu, því hún hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sínu fyrirtæki. Okkur hefur fundist við gæfusöm að fá að njóta handleiðslu hennar. Edda er mjög mikið á ferðalagi og ég hef stundum sent henni tölvupóst seint um kvöld og fengið sjálfvirka tölvupóstsvarið sem segir að hún sé á ferðalagi í Japan eða annars staðar langt í burtu með „lítinn aðgang að tölvupósti“, síðan fæ ég smástund síðar svar við erindinu.“Valur RagnarssonValur Ragnarsson, forstjóri Medis „Ég er búinn að vinna lengi með Eddu, en hún var minn næsti yfirmaður um töluverðan tíma. Það sem kannski einkennir Eddu er gríðarleg yfirsýn og hún býr að mikilli reynslu á sínu sviði og alveg ofboðslegu jafnaðargeði. Svo má segja að hún hafi alltaf verið mjög vinnusöm og hún hefur komið víða við. Edda átti gríðarlega stóran þátt í uppbyggingu Actavis á sínum tíma og er í þessum hópi sem var mjög framsýnn þegar verið var að byggja fyrirtækið upp. Ég hef líka notið þeirrar ánægju að veiða með Eddu og þar er hún í essinu sínu, hún nýtur sín vel í því umhverfi við árbakkann.“
Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira