Skráning Reita í Kauphöllina frestast fram á haust Haraldur Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 07:15 Stefnt hefur verið að skráningu Reita á markað frá stofnun félagsins í lok árs 2009. Fasteignafélagið Reitir fer ekki í Kauphöllina í vor eins og til stóð og skráning þess frestast fram á haust. Ástæðan er að félagið hefur ekki enn gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna viðauka í samningum Reita við þýskan lánveitanda sem Seðlabankinn telur ganga gegn gjaldeyrislögum. „Staðan er einfaldlega sú að það hafa engar dagsetningar verið ákveðnar og úr þessu er það mitt mat að við förum ekki á markað fyrr en eftir sumarið,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Félagið skuldar Hypothekenbank Frankfurt AG um fimmtán milljarða króna. Seðlabankinn gerði í desember 2012 athugasemdir við nokkra viðauka í þremur lánasamningum Reita við þýska bankann frá árinu 2009. Samningarnir voru hluti af endurskipulagningu félagsins en viðaukarnir fóru í gegn án þess að leitað væri eftir undanþágum Seðlabankans fyrir breytingunum. „Viðaukarnir voru partur af endurskipulagningu okkar því erlendi bankinn féllst ekki á að koma inn í eigendahópinn eins og hinir lánveitendurnir sem yfirtóku Landic Property. Þýski bankinn féllst einungis á að vera lánveitandi og þá voru gerðir viðaukar við lánasamninga sem gerðir voru fyrir 2009. Seðlabankinn hefur haldið því fram að viðaukarnir gangi gegn gjaldeyrishöftum og hefur neitað okkur um að greiða afborganir af þessum lánum í erlendri mynt síðan málið var tekið til skoðunar. Við erum að standa í skilum með lánið með því að leggja inn á veðsetta reikninga á Íslandi,“ segir Guðjón. Reitir og þýski bankinn gerðu breytingar á lánasamningunum sem eiga að sögn Guðjóns að fullnægja skilyrðum Seðlabankans. Skjöl þar að lútandi eru nú til yfirferðar hjá Seðlabankanum. „Málið hefur aldrei farið fyrir dómstóla og við erum að reyna að ná sátt áður en svo fer. Við höfum verið á þeirri vegferð að fá þennan erlenda lánveitanda til að fallast á sjónarmið Seðlabankans til að tefja ekki vegferð okkar til skráningar. Ég á ekki von á öðru en að við heyrum fljótlega frá Seðlabankanum og þá förum við að nálgast ákveðinn endastað.“ Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins. Það er í eigu Arion banka (43%), Landsbankans (29,6%), Þrotabús Icelandic Property (16%) og Íslandsbanka (5,8%). Á síðasta ári stóð til að endurfjármagna félagið með aðkomu nokkurra lífeyrissjóða. „Það hefur ekki gengið í gegn ennþá en það hefur verið skrifað undir sölu til lífeyrissjóðanna og fjármögnun á skuldum félagsins og um það er samkomulag en með þeim fyrirvara að þessi Seðlabankamál leysist,“ segir Guðjón. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fasteignafélagið Reitir fer ekki í Kauphöllina í vor eins og til stóð og skráning þess frestast fram á haust. Ástæðan er að félagið hefur ekki enn gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna viðauka í samningum Reita við þýskan lánveitanda sem Seðlabankinn telur ganga gegn gjaldeyrislögum. „Staðan er einfaldlega sú að það hafa engar dagsetningar verið ákveðnar og úr þessu er það mitt mat að við förum ekki á markað fyrr en eftir sumarið,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Félagið skuldar Hypothekenbank Frankfurt AG um fimmtán milljarða króna. Seðlabankinn gerði í desember 2012 athugasemdir við nokkra viðauka í þremur lánasamningum Reita við þýska bankann frá árinu 2009. Samningarnir voru hluti af endurskipulagningu félagsins en viðaukarnir fóru í gegn án þess að leitað væri eftir undanþágum Seðlabankans fyrir breytingunum. „Viðaukarnir voru partur af endurskipulagningu okkar því erlendi bankinn féllst ekki á að koma inn í eigendahópinn eins og hinir lánveitendurnir sem yfirtóku Landic Property. Þýski bankinn féllst einungis á að vera lánveitandi og þá voru gerðir viðaukar við lánasamninga sem gerðir voru fyrir 2009. Seðlabankinn hefur haldið því fram að viðaukarnir gangi gegn gjaldeyrishöftum og hefur neitað okkur um að greiða afborganir af þessum lánum í erlendri mynt síðan málið var tekið til skoðunar. Við erum að standa í skilum með lánið með því að leggja inn á veðsetta reikninga á Íslandi,“ segir Guðjón. Reitir og þýski bankinn gerðu breytingar á lánasamningunum sem eiga að sögn Guðjóns að fullnægja skilyrðum Seðlabankans. Skjöl þar að lútandi eru nú til yfirferðar hjá Seðlabankanum. „Málið hefur aldrei farið fyrir dómstóla og við erum að reyna að ná sátt áður en svo fer. Við höfum verið á þeirri vegferð að fá þennan erlenda lánveitanda til að fallast á sjónarmið Seðlabankans til að tefja ekki vegferð okkar til skráningar. Ég á ekki von á öðru en að við heyrum fljótlega frá Seðlabankanum og þá förum við að nálgast ákveðinn endastað.“ Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins. Það er í eigu Arion banka (43%), Landsbankans (29,6%), Þrotabús Icelandic Property (16%) og Íslandsbanka (5,8%). Á síðasta ári stóð til að endurfjármagna félagið með aðkomu nokkurra lífeyrissjóða. „Það hefur ekki gengið í gegn ennþá en það hefur verið skrifað undir sölu til lífeyrissjóðanna og fjármögnun á skuldum félagsins og um það er samkomulag en með þeim fyrirvara að þessi Seðlabankamál leysist,“ segir Guðjón.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira