Viðskipti innlent

Samskip og Nordic Visitor hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Auk heiðursins hljóta starfsmannafélög fyrirtækjanna 100 þúsund krónur hvort.
Auk heiðursins hljóta starfsmannafélög fyrirtækjanna 100 þúsund krónur hvort. Vísir/Gunnar
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í fyrsta sinn í dag til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Samskip voru útnefnd sem Menntafyrirtæki ársins 2014 en ferðaþjónustufyrirtækið Nordic Visitor var útnefnt Menntasproti ársins 2014. Auk heiðursins hljóta starfsmannafélög fyrirtækjanna 100 þúsund krónur hvort.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins en SA, SAF, SI, SVÞ, SF, LÍÚ, SFF og Samorka og stóðu að deginum þar sem menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu.

Í dómnefnd sátu Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNAR - fræðsluseturs, Steinn Logi Björnsson stjórnarformaður Bláfugls, Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Í sjónvarpsinnslögunum hér að neðan, frá Samtökum atvinnulífsins, má sjá hvers vegna fyrirtækin voru tilnefnd til Menntaverðlauna atvinnulífsins og hvers vegna þau hlutu verðlaunin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×