Viðskipti innlent

Strætó og VÍS skrifa undir samning

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Forsvarsmenn VÍS og Strætó bs. að skrifa undir samninginn.
Forsvarsmenn VÍS og Strætó bs. að skrifa undir samninginn. Vísir/Aton
Strætó og VÍS skrifuðu í vikunni undir samstarfssamning þess efnis að VÍS sjái um allar tryggingar fyrir Strætó bs. næstu 4 árin ásamt forvarnarfræðslu. Áherslubreytingar voru í útboðinu að þessu sinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó, þar sem mikil áhersla var lögð á forvarnir og skuldbindingu tryggingasalans í forvörnum.

„Markmið Strætó er að tryggja ávallt öryggi farþega, starfsmanna og annara vegfarenda í umferðinni og mikil vinna er lögð í það innan veggja Strætó að draga úr slysum. Liður í þeirri vinnu eru öryggisdagar Strætó sem haldnir eru einu sinni á ári, gagngert til þess að vekja bæði starfsfólk Strætó, farþega og aðra í umferðinni til umhugsunar um öryggismál. VÍS mun koma að öryggisdögum Strætó ásamt því að útvega forvarnarfulltrúi til þess að sinna viðvarandi forvarnarstarfi í nánu samstarfi við Strætó, meðal annars með námskeiðahaldi ofl.,“ segir í tilkynningunni.

Strætó og VÍS munu vinna saman að því markmiði að halda fjölda slysa og tjóna í algjöru lágmarki og markar þessi nýi samningur nýtt upphaf í forvarnamálum Strætó bs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×