Viðskipti innlent

Lánshæfismat Orkuveitunnar jákvætt

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lánshæfismat orkuveitunnar fer úr stöðugu í jákvætt.
Lánshæfismat orkuveitunnar fer úr stöðugu í jákvætt. Mynd/Róbert
Það er jákvæð teikn á lofti í kringum Orkuveitu Reykjavíkur. Matsfyrirtækið Reitun hefur breytt horfum í lánshæfismati Orkuveitunnar úr stöðugum í jákvæðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Helstu ástæður þess að matið er nú jákvætt er hversu vel hefur gengið að fylgja eftir Planinu - aðgerðaáætlun Orkuveitunnar og eigenda. Heildareinkunn Reitunar er áfram B+ og kemur fram að Orkuveitan þurfi að styrkja lausafjárstöðu sína, draga úr markaðsáhættu og borga niður skuldir. Gangi það eftir má búast við að lánshæfismat Orkuveitunnar hækki.

Fyrirtækið vinnur að styrkingu lausafjár meðal annars með sölu eigna, áformað er að greiða skuldir Orkuveitunnar niður um rúmlega 80 milljarða króna samkvæmt nýsamþykktum fjárhagsáætlunum og stöðugt er unnið að bættum vörnum gegn hugsanlegri óhagstæðri þróun ytri þátta rekstursins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×